Risalúða á stöng út af Súgandafirði.

Þeir settu svo sannarlega í stórt þýsku sjóstangveiðimennirnir sem verið hafa í Súgandafirði síðustu vikuna. Sjóferðin í dag er síðasta ferðin áður en þeir halda heim á morgun. Þeir höfðu fengið upplýsingar hjá vönum sjómönnum hvert skildi halda. Og viti menn risalúða sem vigtaði 175 kg og var 240 cm. þetta er næst stærsta lúða sem vitað er til að veiðst hafi á handfæri hér við land.

Mikið fjölmenni var á höfninni á Suðureyri þegar þjóðverjarnir  komu að landi. Sjómenn sem voru á bryggjunni þegar lúðan kom að landi höfðu aldrei séð svo stóra lúðu, og höfðu sumir þó verið á sjó í 50-60 ár.IMG_0946

Þetta er sannkallaður happafengur og verður eflaust góð kynning á þessum veiðiferðum til Íslands.

Svo skemmtilega vildi til að í þessari ferð var upptökulið frá Þýskalandi og náðist öll baráttan á filmu sem eflaust er gulls ígildi fyrir veiðimennina. Það er mikið þrekvirki að ná að innbyrða svona stóra skepnu sem veidd er á stöng og tekin um borð á höndum.

 Öflugir lúðuveiðimenn.....

 

 IMG_0952

 

 

 

  

 

 

IMG_0961

 

 

 

 

 

 

 

 

IMG_0949


mbl.is Veiddi 175 kílóa lúðu á stöng
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Torfi Jóhannsson - Framtíðin er okkar.

Þetta er stórt kvikindi, það ekki furða að fólk tali um sæskrímsli þegar svona lagað kemur úr hafinu.

Torfi Jóhannsson - Framtíðin er okkar., 19.6.2007 kl. 09:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband