Hver skildi nú borga brúsann.

Vissulega er sjálfsagt að bjarga fólki í neyð og þá er ekki spurt um kosnað eða á hvern hann fellur. En þegar fólk er að leika sér og gerir ekki betri áætlanir en svo að það þarf að bjarga þeim, matarlausum og allslausum þá er í lagi að spyrja sig hver ber kostnaðinn. Við Íslendingar höfum átt afburða fólk sem farið hefur í margar erfiðar raunir s.s. yfir Grænlandsjökul, á pólana, á Everest og margt fleira. Þetta fólk hefur skipulagt sig og gert ráð fyrir minnstu misfellum og þess vegna náð sínum markmiðum.

Í neyð brjótið glerið.....


mbl.is Landhelgisgæslan veitir ísklifrurum aðstoð á Grænlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gildir þá ekki það sama um jeppakarlana sem þvælast upp á fjöll þrátt fyrir að vegagerð og veðurstofa biðji fólk að vera ekki á ferli???? Þeir fara nú samt af stað, núna fyrir stuttu með verulegu tjóni björgunarsveita við leit að þeim.
Og hvernig var með mennina sem leitað var upp við jökul fyrir  þónokkru, ekki með áttavita né gps? ekki voru þeir rukkaðir............
Eða er munur á þvi hvort um sé að ræða konur eða karla?

Hvað gerist EF farið verður að rukka fyrir allt, hættir fólk þá ekki að kalla út hjálp?
Hvar viltu draga mörkin á leik eða skipulagða ferð? bendi þá aftur á jeppagaukana

Guðný (IP-tala skráð) 10.6.2007 kl. 10:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband