Ekkert varadekk

v

 

 

 

 

 Framsóknarmenn eru fúlir og segja að þeir hafi verið sviknir. Varla eru þeir búnir að gleyma þeirri útreið sem þeir fengu á laugardaginn, er það ekki stærsta ástæðan fyrir því að þeir eru komnir út úr ríkisstjórn ? Davíð Oddson sagði árið 1995 að það leggi enginn upp í svona langt ferðalag með ekkert varadekk. Framsóknarmenn voru á báðum áttum hvort þeir áttu að vera og fara, og að væna Sjálfstæðisflokkinn um óheiðarleg vinnubrögð er hlægilegt. Ef að Guðni Ágústsson er svona gleyminn þá er hægt að minna hann á hvað þeir gerðu 1995, þegar Halldór Ásgrímsson hóf viðræður við Davíð Oddson á meðan Sjálfstæðisflokkur og Alþýðuflokkur voru að tala saman. Það er ekki bæði hægt að tapa og vinna í stjórnmálum. Minni bara á að Framsóknarflokkurinn hefur haft völd umfram fylgi síðustu ár á kostnað Sjálfstæðisflokksins og það þíðir ekkert að væla nú eftir að hafa beðið afhroð í kosningunum.

Það var kominn tími á að hvíla Framsóknarflokkinn.....


mbl.is Ingibjörg Sólrún: VG vildi ekki mynda stjórn með Framsóknarflokki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rögnvaldur Hreiðarsson

Amen.

Rögnvaldur Hreiðarsson, 17.5.2007 kl. 22:02

2 identicon

Frammsóknarflokkurinn hefur haft margföld völd umfram fylgi í skjóli Sjálfstæðisflokksins, ekki á kostnað hans,  og hvernig farið var með þau völd er á ábyrgð Sjallanna.Hinsvegar nærðist Sjálfstæðisflokkurinn á vandræðagangi Framsóknar og það er kannski ekki alveg heiðarlegt af honum ef miðað er við umburðarlyndi Framsóknar í stjórnarsamstarfinu allt síðasta kjörtímabil.  

Gunnar Hallsson (IP-tala skráð) 18.5.2007 kl. 08:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband