17.5.2007 | 19:35
Ný ríkisstjórn.
Þá er orðið ljóst að viðræður hefjast á morgun. Það ætti að vera lítið mál að komast að samkomulagi um samstarf þessara flokka. Jöfn skipting ráðuneyta er örugglega fyrsta krafa Samfylkingarinnar. Líkleg nöfn á ráðherralista eru. Ingibjörg Sólrún, Össur, Björgvin Sig, Ágúst Ólafur, Kristján Möller og Jóhanna Sig.
Hjá Sjálfstæðisflokknum eru Geir H, Þorgerður K, Björn B, Árni Matt, Einar Kr og Sturla B. Held að þessi stjórn geti orðið sterk og komið góðum hlutum til leiðar á næstu árum.
Ný viðreisnarstjórn.....
Formlegar stjórnarmyndunarviðræður hefjast væntanlega á morgun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Nýjustu færslur
- Nú þurfa allir að koma að málum
- Þráhyggja Jóhönnu
- Sannleikanum verður hver sárreiðastur
- Nú segir af boltasparki
- Komdu alltaf saddur í Búðardal (uppfært)
- Að sjálfsögðu á að fella þetta niður
- Atvinnubótaþegar !
- Bara plat eða hvað ?
- Hvar eru upphrópanirnar núna ?
- Send á Litla-Hraun
- Kjarkleysi sjávarútvegsráðherra !
Bloggvinir
- Anna Kristinsdóttir
- Ágúst Ásgeirsson
- Ármann Kr. Ólafsson
- Ársæll Níelsson
- Ásta Möller
- Baldur Smári Einarsson
- Birgir Ármannsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kjartansson
- Borgar Þór Einarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Brynja skordal
- Bwahahaha...
- Carl Jóhann Granz
- Dóra litla
- Dögg Pálsdóttir
- Einar Kristinn Guðfinnsson
- Elfar Logi Hannesson
- Elliði Vignisson
- Erla Ósk Ásgeirsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Fannar frá Rifi
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Gísli Blöndal
- Gló Magnaða
- Grazyna María Okuniewska
- gudni.is
- Guðfinna S. Bjarnadóttir
- Gunnar Þórðarson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Helga Margrét Marzellíusardóttir
- Helgi Jónsson
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hlynur Kristjánsson
- Ingi Þór Ágústsson
- Ingvi Hrafn Jónsson
- Jóhann Waage
- Jónína Benediktsdóttir
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Svavarsson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Katrín Dröfn Markúsdóttir
- Lilja Einarsdóttir
- Marta
- Morgunblaðið
- Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
- Ragnheiður Ríkharðsdóttir
- Rannveig Þorvaldsdóttir
- Reynir Jóhannesson
- Róbert Guðmundur Schmidt
- Rúnar Birgir Gíslason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Snorri Örn Arnaldsson
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- Sólveig Birgisdóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Unnur Brá Konráðsdóttir
- Vefritid
- Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir
- Þorleifur Ágústsson
- Örvar Már Marteinsson
- Örvar Þór Kristjánsson
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
2 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 254685
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Kannski Gulli en Illugi verður varla ráðherra strax. Hvað varðar útstrikanirnar þá tekur engin mark á því í flokknum, þær voru bara óþvera bragð frá peningaklíku. Björn er einn öflugasti ráðherra flokksins og ég fullyrði að þetta hefur engin áhrif á hans stöðu. Aftur á móti gæti sú ákvörðun hans að hætta eftir þetta kjörtímabil orðið til þess að hann yrði þingforseti.
Ingólfur H Þorleifsson, 17.5.2007 kl. 20:51
Nei hættu nú.... Fólk hlýtur að vera með sjálfstæða skoðun og hefur væntanlega strikað manninn út af því að því líkaði ekki við vinnubrögð hans en ekki vegna þess að fólk sá auglýsingu í blaði. Fólk er ekki svo mikil fíbbl. Ég hef allavega smá trú á fólki.... ennþá......
Vonandi man fólk eftir því næst að strika Einar Odd út næst.
Gló (IP-tala skráð) 18.5.2007 kl. 10:17
Koma góðu til leiðar á næstu árum.!! það yrði ágætis tilbreyting fyrir sjálfstæðisflokkinn. Þar sem þú býrð á vestfjörðum finnur þú það á húð og beinum hvernig ástandið er eftir 16 ára stjórnarsetu. En samt styður þú óbreytt ástand með annarri hendinni og skammast út af ástandinu með hinni. Ég get bara ekki séð neina glóru í svona afstöðu og málflutningi, þú verður að fyrirgefa það kæri vinur. Ég held að öll spjót hljót að standa að sjálfstæðisflokknum í þessu sambandi en Einarnir geta svo sannarlega slegið ryki í augu ykkar, kannski eru það hinu djúpu firðir sem byrgja ykkur sýn.!
Guðmundur Hrafn Arngrímsson (IP-tala skráð) 18.5.2007 kl. 18:06
Sæll Guðmundur.
Gaman að heyra frá þér. Ástæðan fyrir því að ég kýs Sjálfstæðisflokkinn er að ég get ekki séð að hinir hafi neitt fram að færa til að gera betur. Það er rétt hjá þér að ég finni það hvernig ástandið er eftir 16 ára stjórnarsetu. Ég hef ekki undan neinu að kvarta hvað mig sjálfan varðar, en það er öruggt að það hefði mát gera betur hvað varðar landsbyggðina almennt, öryrkja og eldriborgara. Ástandið hefur þó að mörgu leyti batnað hér, Það hefur t.d. verið gert stórátak í samgöngumálum þó að vissulega sé enn sitthvað eftir þar. Menntamálin hafa verið á uppleið hér og einnig hefur ríkið stutt við uppbyggingu ferðamála á svæðinu. Það er ekkert nýtt að fiskvinnslufyrirtæki hætti rekstri hér á svæðinu það hefur verið svoleiðis síðustu 30 ár eða meira.
Ég hef hinsvegar hvergi sagt að síðasta ríkisstjórn hafi verið fullkomin, og eins og þú veist þá get ég aldrei haldið kjafti og þess vegna gagnrýni ég einnig mína menn ef mér finnst ástæða til. Hún gerði margt gott og það er staðreynd að fólk hefur haft það fínt hér þó svo að þenslan sé annarsstaðar. Nýjustu fréttir af vinstri mönnum sanna það enn frekar að maður kýs rétt með því að kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Vinstri menn eru hver upp á móti öðrum og það dugir ekki til að stjórna landinu.
Vona að þú hafir það gott.
Ingólfur H Þorleifsson, 18.5.2007 kl. 18:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.