3.5.2007 | 18:36
Ekki alveg rétt Ingibjörg Sólrún
Samfylkingin hefur talað mikið um biðlista núna þegar skammt er til kosninga og gefur loforð um að hér verði öllum biðlistum eytt. Þetta eru ótrúlegar yfirlýsingar í ljósi þess að biðlistar þrifust sem aldrei fyrr þegar R-listinn var við völd í borginni. Í Kastljósinu í gær var Ingibjörg meðal annars spurð út í þetta, þ.e. hvort ekki hefðu verið biðlistar í hennar tíð sem borgarstjóri. Ingibjörg svaraði því til að þau hefðu leyst þá alla.
Það er fróðlegt í ljósi þessara ummæla að skoða hvernig biðlistar eftir félagslegum leiguíbúðum hjá Velferðarsviði Reykjavíkurborgar þróuðust í tíð Ingibjargar Sólrúnar. Árið 1994 þegar Ingibjörg tók við voru 458 á biðlista. Þessi fjöldi jókst jafnt og þétt og svo var komið að árið 2003 voru 1022 á biðlista. Þetta er meira en tvöföldun þeirra sem biðu eftir félagslegum íbúðum.
Á Andríki í dag er rakið hvernig R-listinn tók á fleiri biðlistum, eins og t.d. eftir hjúkrunarrýmum fyrir eldri borgara með því að hætta að skipuleggja hjúkrunarheimili í borginni.
Kallast þetta ekki að hagræða sannleikanum.....
Athugasemdir
Vefþjóðviljinn hefur hingað til ekki verið talin góð heimild....nema fyrir þá sem skrifa fyrir ákveðinn málstað.
Eggert Hjelm Herbertsson, 4.5.2007 kl. 00:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.