Hagstjórnarmistök eða kannski ekki

Ingibjörg Sólrún var spurð í Kastljósinu hvernig Samfylkingin myndi fjármagna þær tillögur sem settar hafi verið fram af hálfu flokksins, en heildarkostnaður við þær er talinn nema um 30 milljörðum króna. Ingibjörg svaraði því til með auknum aga í fjárlögum mætti hagræða í ríkisrekstri.

Þegar hún var spurð að því hvort aukið aðhald myndi skapa 30 milljarða króna tekjur sagði Ingibjörg svo ekki vera og svo stóð ekki á svarinu:

„Það gerist bara með hagvextinum. Ef þú tekur 3% hagvöxt á ári, er það að skila á ári hverju 9-10 milljörðum á ári í ríkissjóð. Við hljótum öll að gera ráð fyrir því að það verði góður hagvöxtur á næstu árum. Ég er alveg sannfærð um að Ísland er land tækifæranna.“ Þarna tekur Ingibjörg undir með Sjálfstæðisflokknum enda er hagvöxtur vissulega nauðsynlegur til þess að fjármagna velferðarkerfið og breytingar á því. Þetta hefur formaður Sjálfstæðisflokksins margoft bent á að undanförnu og Ingibjörg virðist taka undir þau sjónarmið.

Staðan er ekki svo slæm eftir allt saman.....

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband