Fjármálaráðherraefni Vinstri Grænna

images

Ögmundur Jónasson var ræðumaður á 1 mai. Þeir sem telja að VG hafi verið að mildast í afstöðu sinni til markaðslögmálanna og tali af aukinni ábyrgð um efnahagsmál, hefðu átt að leggja við hlustir í gær. Í ræðunni veltir Ögmundur því m.a. fyrir sér hvernig standi á því að auðmennirnir stofni aldrei nein ný fyrirtæki, skapi ekki ný atvinnutækifæri, finni aldrei neitt upp og fái aldrei neinar hugmyndir.

Síðar í ræðunni lýsti Ögmundur sýn sinni á „auðmennina“ með eftirfarandi dæmisögu:„Þekkt er sagan af froskinum og sporðdrekanum sem sátu við árbakkann. Sporðdrekinn bað froskinn um far en froskurinn taldi það hættuspil fyrir sig. „Hví skyldi ég stinga þig,“ sagði sporðdrekinn, „þá myndum við báðir deyja?“ Satt er það sagði froskurinn og lagði til sunds með sporðdrekann á bakinu. Í miðri ánni, fann froskurinn skerandi sting í bakinu. Sporðdrekinn hafði stungið hann dauðastungu. „Hvers vegna gerðirðu þetta?“ sagði froskurinn, „nú munum við báðir deyja?“ „Ég get ekki annað,“ sagði sporðdrekinn, „þetta er mitt eðli“. Auðmenn gera sitt gagn í samhengi hlutanna. En við skulum muna að flytja engan þeirra yfir ána án þess að hafa vara á okkur.“

Þetta er áhugaverð sýn þingflokksformanns VG á eðli auðmanna og ágætis áminning um að Vinstri grænir eru ekki bara grænir.

Ögmundi er full alvara.....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband