27.4.2007 | 10:32
Samgöngumál
Því hefur verið haldið fram af hálfu stjórnarandstöðunnar að dregið hafi verið úr framlögum til samgöngumála á kjörtímabilinu og að loforð hafi verið svikin og áætlunum frestað.
Hér er farið nokkuð frjálslega með staðreyndir. Hið rétta er að nokkrum verkum var frestað frá árinu 2005 til ársins 2006, sem fól í sér að framlög voru um einum og hálfum milljarði lægri en ráð var fyrir gert. Strax var hins vegar bætt um betur og framlög aukin um 6,6 milljarða á árunum 2006 til 2008. Heildar viðbótarframlög umfram áætlanir samgönguáæltunar til vegagerðar hafa alls verið rúmir níu milljarðar á árunum 2003 til 2008.
Þessi auknu framlög sýna svart á hvítu að stjórnvöld hafa lagt áherslu á uppbyggingu samgangna hér á landi undanfarin ár og jafnvel gert enn betur en metnaðarfullar áætlanir kváðu á um.
Tölurnar tala sínu máli....
Athugasemdir
Sæll, Ingólfur !
Jú,,....... víst hafa stjórnarflokkarnir svikið landsmenn, allríflega, í vegamálunum. Þá Reykjanes og Suðurland; allt austur í Lón, urðu eitt kjördæmi, að þá var okkur lofað heilsársvegi, millum Grindavíkur og Þorlákshafnar, t.d.. Sturla frændi minn Böðvarsson hefir margoft verið svínbeygður, í sínum góðu meiningum, sökum ofríkis samráðherranna, sjáum nauðsyn sendiráðanna Ingólfur, og offjölgun þeirra, t.d. Eruð þið, á Vestfjörðum ekki enn á 17. - 18. öld, eða aftar á merinni í ykkar samgöngum ?
Hvernig dettur þér í hug, að verja þennan andskotans ósóma, maður ? Er ekki allt í lagi, í þínu hugskoti ? Tími til kominn, að Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur fái, a.m.k. aldarfrí, frá stjórnarþátttöku. Geta varla verið öllu verri, hinir flokkarnir, Ingólfur minn. Þessir menn, Geir H. Haarde og Jón Sigurðsson hafa ekkert jarðsamband, við þjóðina. Það er ekkert nóg, að koma skælbrosandi fram í sjónvarpi, og blaðra loforðarullu; út í eitt.
Þú ert einn örfárra, Ingólfur minn, sem hefir þann manndóm, að svara skeytum mínum, flestir Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn eru þvílíkar rolur, og vanmetakindur, að svara ekki einföldum rökum. Við landbyggðarmenn verðum að standa saman; Ingólfur,, um okkar hagsmuni.
Með beztu kveðjum, vestur / Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 27.4.2007 kl. 11:13
Misjafnt hvernig fólk sér hlutina
Gott að einhver er ánægður með samgöngumálin
Gló (IP-tala skráð) 27.4.2007 kl. 11:49
Sæll Óskar.
Ég þekki nú ekki alveg til á Suðurlandi en á vestfjörðum hefur orðið bylting í vega málum á síðustu 10 árum, þó að vissulega sé mikið eftir enn eins og tenging suður og norðursvæðis, Bolungavíkurgöng, Göng í flókalund og margt fleira. Ég get ekki sagt að við séum sammála er kemur að því hvort Sjálfstæðisflokkurinn á að fara í frí. Geir Haarde nýtur mikils stuðnings langt út fyrir sinn flokk. Hvað varðar landsbyggðina þá er margt sem betur má fara eins og hærri greiðslur með verkefnum, færsla starfa út á land, lækkun fluttningskosnaðar og fl. En eins og staðan er í dag þá sé ég allavega ekki að hinir flokkarnir geri neitt betur. Það er nefnilega auðveldara um að tala en í að komast. Bestu kveðjur að vestan
Ingólfur H Þorleifsson, 27.4.2007 kl. 11:58
Ítreka þá bjargföstu skoðun mína að eitt mesta byggðamálaslysið sl. 10 ár var að setja ekki vegtengingu á milli norður- og suðursvæða Vestfjarða á dagskrá. Sá vegur ætti fyrir löngu að vera kominn og hefði átt að byggjast upp strax á eftir Vestfjarðagöngunum.
Karl Jónsson, 27.4.2007 kl. 13:02
Sæll, Ingólfur og aðrir skrifarar !
Vil byrja á, að taka undir með Karli. Ingólfur ! Margföld skömm, hvernig Reykjavíkurstjórnin hefir haldið á málum, raunar; landshringinn allan, og þá ekki einvörðungu, í samgöngumálunum.
Færzla starfa, út á land ? Hið bezta mál, sé þeim störfum viðhaldið, og stofnanarebbar í Reykjavík fái ekki að krukka í þau; með alls lags ''hagræðingum'' og heimskupörum.
Með ítrekuðum kveðjum, af Suðurlandi í Vestfirðinga fjórðung / Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 28.4.2007 kl. 01:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.