Til ævarandi skammar

Fyrir okkur öll og sérstaklega stjórnvöld ef þessu frábæra starfi verður hætt. Það er ljóst að hin ýmsu gæluverkefni stjórnvalda ættu miklu frekar að leggjast af en svona starfsemi. Það er eins og kerfisfólkið sem setur slíka afarkosti að ekki er mögulegt  að reka innan þeirra marka, geri sér ekki grein fyrir því að Sólheimar eru heimili fjölda fólks.

Vonandi að þjóðin rísi nú upp á afturlappirnar og verji Sólheima svo að þetta starf getir haldið áfram um aldur og ævi.

Lifi Sólheimar.....


mbl.is Verður rekstri Sólheima hætt?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyþór Örn Óskarsson

alveg sammála, nú er svo sannarlega tíma til að þrýsta á..........

Eyþór Örn Óskarsson, 15.12.2010 kl. 12:55

2 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Þetta hljómar í byrjun eins og rrekstraraðilar séu að leika sama skítaspilið og stjórnmálamenn með að skera niður þar sem sársaukinn er mestur og gráturinn hæstur til að vekja meðaumkun.

Er einhver með það t.d. á hreinu um hversu háa upphæð er að ræða?

Er þetta stórkostlegur biti fyrir sveitarfélagið?

Hvert var framlag ríkisins á síðasta ári?

Fáið staðreyndirnar fyrst áður en byrjað er að kveina.

Óskar Guðmundsson, 15.12.2010 kl. 13:09

3 Smámynd: Einhver Ágúst

En eitt sem hægt er að gera strax er að fara í hópum niður í kjallara Iðu-hússins og kaupa þar allt sem hönd á festir á jólamarkaði Sólheima....mjög mikið af fallegu dóti og listaverkum.....það væru meðmæli í lagi að við borgararnir myndum auka sjálfsaflafé Sólheima með beinum viðskiptum....ekki bíða bara alltaf eftir hinu opinbera.

Ég tek að vissu leyti undir með Óskari, þetta er oft aðferðin þó að ég ætli að svo sé reyndar ekki í akkúrat þessu tilfelli.

 Kv Ágúst

Einhver Ágúst, 15.12.2010 kl. 13:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband