Um öryggi í jarðgöngum

Undanfarna daga hefur mikið verið rætt um öryggi í Hvalfjarðargöngum. Könnun hefur leitt það í ljós að þau séu ein hættulegustu göng Evrópu. Nú ætla ég ekki að meta hvort það er rétt eða ekki, en mér verður hugsað til þeirra ganga sem ég ek næstum daglega. Vestfjarðagöngin voru vígð fyrir bráðum 15 árum en samt er ekki enn komið útvarps og GSM samband, sem telst öryggisbúnaður í öðrum jarðgöngum á Íslandi. Í þau örfáu skipti( blessunarlega) sem slys hafa orðið hér í göngunum, og á æfingum hafa fjarskipti verið til trafala. Þrátt fyrir það er ekki að sjá neinn vilja til úrbóta hjá samgönguyfirvöldum.

Nú líður að því að Óshlíðargöng opni og þar er vafalaust allt eins og best verður á kosið varðandi öryggi vegfarenda.  Kostnaðurinn við að koma Vestfjarðagöngum í nútímalegra horf er varla svo stór að það þurfi að dragast ár eftir ár.

Spurning hvort kemur á undan örugg fjarskipti hér, eða önnur göng undir Hvalfjörð.

Öryggi vegfarenda í fyrsta sæti......


mbl.is Ræddu öryggi í jarðgöngum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband