Segðu satt Össur

Össur vill að sjálfsögðu ekki kannast við að hafa haft einhverjar innherjaupplýsingar. Hann hafi keypt þessi bréf 1988-1990 og þetta hafi átt að verða lífeyrissjóður fjölskyldunnar. Hann hafi hinsvegar ákveðið að selja þetta þegar hann varð ráðherra. Hann segir  að það samrýmist ekki setu í ráðherrastól að eiga stofnfjárhlut í SPRON. Gott hjá honum.

Málið er bara að Össur virðist alveg hafa gleymt því að hann var líka ráðherra 1993-1995 og sá greinilega ekki ástæðu til að selja þessi bréf þá. Hver skildi ástæðan vera fyrir því. Þetta er ekki trúverðugt Össur.

Refurinn lýgur refurinn lýgur......


mbl.is Hagnaður Össurar af sölu stofnfjárbréfa 30 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Á tímabilinu 1993 - 1995 þá hefði Össur aldrei getað losnað við bréfinn, það hefði einfaldlega engin viljað kaupa þau og ég er ekki einu sinni viss um að hann hefði mátt selja þau vegna reglna um stofnfjárhluti.

Eins og kom fram í máli Ingibjargar Sólrúnar í dag þá voru stofnfjárhlutir aldrei hugsaðir þannig að fólk ætlaði að græða á þeim heldur sem stuðningur við sparisjóðina (samfélagsleg ábyrgð og stuðningur).

Þetta breyttist ekki fyrr en flokkurinn þinn græðgisvæddi sparisjóðina og tortímdi þeim að lokum.

Stöngin inn Golli.

Níels A. Ársælsson., 5.2.2010 kl. 19:03

2 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Menn verða nú að eiga fyrir neftóbaki.Það er nú óþarfi að gera mikið veður út af því.

Bjarni Kjartansson, 5.2.2010 kl. 23:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband