Skynsamlegt að hlusta á stjórnarandstöðuna.

Það var nú ekki svo lítið bent á það að Svavar væri ekki hæfur í þetta stóra verkefni. Það er dýrt að ætla að sjá eftir því núna. Þessi vita gagnslausa ríkisstjórn sem nú hefur setið einu ári of lengi hefur slegið á útréttar hendur stjórnarandstöðunnar. Þar á bæ hafa menn komið með hugmyndir og tillögur en forkólfar ríkisstjórnarinnar hafa ekki viljað hlusta.

Nú líður varla sá dagur að ekki komi eitthvað fram sem styrkir það sem stjórnarandstaðan hefur sagt. Miðað við þessi ummæli Jóhönnu þá er ríkisstjórnin að sjá þetta líka, og ekki seinna vænna.

Ég hef sagt það áður og stend við það,  ástandið hefur snarversnað síðasta árið og á enn eftir að versna ef fólki ber ekki gæfa til að koma sér saman um þá leið sem er best fyrir þjóðina.

Þjóðin krefst nýrra samninga......

 


mbl.is Skynsamlegt að fá erlendan samningamann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Einkennilegar röksemdir hjá Jóhönnu að ríkisjóður skuldi meira vegna bankahrunsins þá geri ekkert til að bæta við skuldum sem okkur ber kannski engin skylda að borga,af því að þær séu lægri ef vel gengur.

Ragnar Gunnlaugsson, 2.2.2010 kl. 20:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband