Útvarp Reykjavík útvarp Reykjavík

Hver kannast ekki við þessi orð úr útvarpi allra landsmanna RUV. Nú hefur í annað sinn á stuttum tíma verið skorið hraustlega niður á þeirri ágætu stofnun og fjölda fólks sagt upp. Enn og aftur verður það raunin að  starfssemi á landsbyggðinni verður fyrir barðinu á niðurskurðarhnífnum. Svæðisstöðvar RUV hafa verið að festa sig í sessi undanfarin ár, og eru orðin ómissandi hluti af menningu landsbyggðarinnar og því algerlega óboðlegt að þau séu svo til skorin af á einu augabragði eins og sumir þingmenn Samfylkingarinnar myndu orða það á góðum degi.

Það stefnir því allt í að helstu verkefni okkar á landsbyggðinni næstu árin verði að standa vörð um þau verkefni sem þó hafa náðst út úr höfuðborginni. Á undanförnum árum hefur verið unnið ötullega að því hér heima í héraði að fá opinber störf vestur. Sveitarstjórnarfólk hefur lagt á sig mikla vinnu við að fá hingað verkefni og því blóðugt að þessi störf skuli iðulega verða fyrst fyrir barðinu á niðurskurðarhnífnum fræga.

Hverju munum við eiga von á í framtíðinni. Verður það sýslumaðurinn næst eða kannski presturinn. Mun Menntaskólinn verða rekinn frá Reykjavík, eða kannski lagður af. Nú reynir á samstöðu okkar á landsbyggðinni ef ekki á að glatast margra ára vinna. Þeir sem ákveða niðurskurðinn hafa í fæstum tilfellum hugmynd um hversu áhrifin eru mikil á litlum stöðum. Það munar um hvert stöðugildi.

Útvarp Vestfirðir......


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband