Færsluflokkur: Bloggar
30.9.2013 | 09:57
Nú þurfa allir að koma að málum
Ég hef verið hugsi síðustu daga vegna frétta af slæmri stöðu í Íslensku heilbrigðiskerfi. Nú blasir við að ekki verður meira skorið niður eða hagrætt í þeim málaflokk, og 12-15 milljarða vantar til að leysa uppsafnaðan vanda síðustu ára. nú er ég ekki gamall maður og hef blessunarlega verið við góða heilsu og verð vonandi áfram. En það er svakalegt að heyra sögur þeirra sem hafa þurft að leita sér hjálpar á sjúkrahúsum síðustu ár. Öllum ber saman um að alúð starfsfólks og velvilji sé til fyrirmyndar. En sá niðurskurður sem farið hefur verið framá sé bara kominn út fyrir allt velsæmi og farinn að hafa veruleg áhrif á starfsemi heilbrigðisstofnanna.
Það sem ég hef helst verið að hugsa um er hvers vegna stjórnvöld fást ekki til að skera niður hin ýmsu gæluverkefni sem taka til sín milljarða á ári. Eitt sem mér dettur í hug er utanríkisþjónustan. Hvaða flottræfilsháttur er það að halda úti sendiráðum á hinum ýmsu stöðum þegar fólk er að deyja á sjúkrahúsum vegna fjárskorts. Heilbrigðisstarfsfólk hópast úr landi vegna þess að laun á Íslandi eru alls ekki sambærileg við önnur lönd. Tækjakostur er úreldur fyrir löngu og svo mætti lengi telja.
Það sem þarf að gerast strax er þjóðarátak um að rétta heilbrigðiskerfið við hið snarasta. Það verður að hafa forgang á gæluverkefnin þar til stofnanir eru komnar fyrir vind. Við höfum ekki efni á að fólk deyji á sjúkrahúsum vegna peningaleysis á meðan peningunum er dælt í óþarfa.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.2.2013 | 10:59
Þráhyggja Jóhönnu
Fráfarandi formaður Samfylkingarinnar Jóhanna Sigurðardóttir notaði tækifærið í ræðu sinni á
flokksþingi sem nú stendur yfir að lýsa því yfir að Samfylkingin væri nú í stríði við Sjálfstæðisflokkinn. Á sama tíma birtast kannanir sem sýna að flokkurinn er í frjálsu falli eftir formannstíð Jóhönnu, og í raun stefnulaust rekald í Íslenskum stjórnmálum. Þessi mikla vonarstjarna samfylkingarfólks sem átti að rífa flokkinn upp í þá stærð sem vinstri mönnum hefur aðeins dreymt um hefur heldur betur reynst verri en engin.
Það er kómískt að sjá hvernig Jóhanna er gagntekin af Sjálfstæðisflokknum. En það er líka ljóst að á meðan Jóhanna hefur ekki verið í nokkru sambandi við þjóð sína síðustu fjögur ár, þá hafa gjörðir hennar og VG orðið til þess að fólk kýs nú Sjálfstæðisflokkinn með glöðu geði. Þannig má segja að þessi þráhyggja hennar sé að koma Sjálfstæðisflokknum á kortið aftur eftir sögulega lægð í síðustu kosningum.
En það sem Jóhanna gleymdi að minnast á er að hennar tími er blessunarlega liðin í Íslenskum stjórnmálum. Nýr formaður tekur við flokknum í dag, og með nýjum mönnum koma nýjar áherslur. Hef ekki nokkra trú á að ef flokkurinn verður í aðstöðu til að fara í stjórn með Sjálfstæðisflokknum í vor þá muni nokkur hræða innan hans eftir síðustu ræðu Jóhönnu Sigurðardóttur.
Hennar tími er liðin !
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.12.2012 | 11:59
Sannleikanum verður hver sárreiðastur
Í Kastljósi í síðustu viku mátti sjá Steingrím Joð í litlu jólaskapi þegar hann jós úr skálum reiði sinnar í garð forseta ASÍ. Hann kallaði Gylfa lygara og sagði hann ekki kunna mannasiði m.a. Öll þessi uppákoma var til komin vegna þess að ASÍ hafði birt heilsíðu auglýsingu í fréttablaðinu þar sem tíundaðar voru vanefndir ríkisstjórnarinnar er vörðuðu kjarasamninga sem gerðir voru vorið 2011.
Síðan þetta var hafa ritsóðar ríkisstjórnarinnar og varðhundar keppst við að bera þessar ásakanir til baka með öllum ráðum. Oftar en ekki er farið í manninn á bak við forseta ASÍ en ekki samtökin sem hann stýrir. Talað er um að Gylfi hafi verið gerður afturreka með þessar fullyrðingar og þar fram eftir götunum. Steingrímur Joð beitti öllum sínum brögðum í kjaftbrúki eftir 30 ára þingsetu, og ekki nema von að Gylfa hafi gengið illa að koma sínum sjónarmiðum fram. Steingrímur má nefnilega eiga það að hann er bestur í að kjafta um hlutina, jafnvel þó aðrir viti mun meira um þá.
Núna hefur ASÍ hins vegar svarað og rökstutt auglýsinguna á heimasíðu sinni og þar getur fólk lesið lið fyrir lið hvernig ríkisstjórnin hefur svikið yfirlýsingar sínar í öllum liðum samkomulagsins. Það er því ljóst að ríkisstjórnin hefur ekki staðið við sitt í þessum samningum, jafnvel þó að hún reyni að hagræða sannleikanum í átt að settu marki.
Skal því engan undra að forysta ASÍ hafi gefist upp á að vinna með ríkisstjórn sem ekki er hægt að treysta fyrir horn. Í samningum á milli þessara aðila þarf traust og trúverðugleika til að útkoman verði góð.
Orð skulu standa !
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.8.2012 | 06:47
Nú segir af boltasparki
Mikið er nú gaman að Enski boltinn er farinn af stað að nýju eftir snarpt sumarfrí. Það var með óttablandinni eftirvæntingu sem ég settist við sjónvarpið á laugardag þegar fyrstu leikirnir fóru af stað. Eins og alltaf erum við stuðningsmenn Liverpool uppfullir af væntingum eftir nokkur mögur ár, á meðan okkar helstu andtæðingar hafa raðað inn bikurum.
En til að vera ekkert að flækja þetta þá byrjar Liverpool frekar illa þetta haustið og tapaði 3-0 fyrir WBA. Ekki var það nú til að gera helgina sem besta hjá mér, enda smávegis eftirhretur af golfmóti/grillveislu enn að plaga mann frá kvöldinu áður (timburmenn).
Enn ég get lofað ykkur að þetta var allt gleymt um leið og litla liðið frá bítlaborginni skellti Manchester United í gærkvöld við mikinn fögnuð í mínum sófa !!
Já gott fólk Enski boltinn er byrjaður að rúlla.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.8.2012 | 18:48
Komdu alltaf saddur í Búðardal (uppfært)
Eftir að ég stoppaði í Búðardal í síðustu viku á ferðalagi fjölskyldunnar vill ég ráðleggja öllum ferðamönnum að koma alltaf saddir þangað. Ef það gengur ekki þá borgar sig að keyra svangur í Borgarnes eða Hólmavík eftir því á hvaða ferð Þú ert.
Við vorum semsagt á ferðinni uppúr hádegi og ákváðum að fá okkur að borða í söluskála Samkaup/Strax. Þrátt fyrir að staðurinn væri nánast tómur þá tók óra tíma að fá afgreiðslu. Þegar hún hinsvegar fékkst þá kom nú margt undarlegt í ljós. Fyrir valinu varð fjölskyldutilboð sem inni hélt 4 hamborgara, franskar, sósu og 2 lítra pepsi. Pepsi var ekki hægt að fá kalt í Búðardal ! En ef við vildum þá var hægt að fá gos úr vél. Það reyndist hinsvegar alveg flatt og ódrekkandi. Við tókum því aftur flöskuna volgu og gátum grátið út klaka.
Maturinn kom svo eftir ekki svakalega langan tíma. Hann var ekki upp á marga fiska. Kartöflurnar hálfsteiktar, brauðið hart og þessi máltíð skilur ekkert eftir í minningunni annað en pirring.
Eftir þessa reynslu hef ég lagst í smá rannsóknarvinnu og komist að því að fjöldi fólks hefur sömu sögu að segja af þessari sjoppu. Þetta hefur rifjað upp ferðalag sem ég fór í sem barn og pabbi ætlaði að kaupa mat í Hreðarvatnsskála. Þjónustan þar var slík að hvorki hann né aðrir í fjölskyldunni hafa mér vitanlega ekki verslað þar síðustu 30 árin.
En það sem eftir stendur hjá okkur eftir þetta stopp er það að Samkaup/Strax í Búðardal þarf að taka sig all verulega á til að við fáum okkur að borða þar aftur.
Nú hefur mér verið bent á að það er Samkaup en ekki N1 sem rekur þennan matsölustað í Búðardal, og hef ég því breytt blogginu.Bloggar | Breytt 8.8.2012 kl. 06:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
15.12.2011 | 19:17
Að sjálfsögðu á að fella þetta niður
Verði þetta niðurstaðan, sem ég vona svo sannarlega þá eiga þeir þingmenn sem samþykktu þessi pólitísku réttarhöld að segja af sér. Það er ljóst að á bak við þessar ákærur liggur ekkert nema pólitískt hatur á Sjálfstæðisflokknum. Geir H. Haarde á allt annað skilið frá þjóðinni en að vera dreginn fyrir landsdóm fyrstur manna. Hef sagt það áður, og er enn sannfærðari nú um að skömmin er þeirra sem samþykktu þenna gjörning.
#ævarandiskömmþeirrasemsamþykktu
Málið gegn Geir verði fellt niður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.12.2011 | 22:03
Atvinnubótaþegar !
Undra mig oft á því hvers vegna í ósköpunum fólk kemur sér ekki út á land að vinna frekar en að lepja dauðan úr skel á SV-horninu. Er kannski málið að fólk er bara nokk sátt við að sitja heima og fá bæturnar einu sinni í mánuði. Er á því að bætur til atvinnulausra séu of háar miðað við lægstu laun, sem reyndar er vegna þess að lægstu laun eru allt of lág. Fjöldi námskeiða er í boði fyrir atvinnulausa. Fólk fær frítt í ræktina, sund og ýmislegt annað sem stendur vinnandi fólki ekki til boða. Þegar upp er staðið svarar það ekki kostnaði að vera á vinnumarkaði þegar aðeins munar nokkrum þúsundköllum á launum og bótum. Kostnaðurinn við að koma sér í vinnuna, borga leikskólann fyrir börnin og ýmislegt annað er svo kornið sem fyllir mælirinn.
Þetta er mjög slæm þróun, og við erum að koma allt of mörgum uppá það að verða atvinnu bótaþegar. Á sama tíma má lesa fjöldan allan af atvinnuauglýsingum sem fáir hafa áhuga á að nýta sér.
#afbótumútaðvinna
Atvinnulausum fjölgar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
13.12.2011 | 19:59
Bara plat eða hvað ?
Maður getur ekki annað en hugsað um í hvaða heimi forsætisráðherra lifir eftir að hafa hlustað á hana í kvöldfréttum RUV í kvöld. Þar gerir hún lítið úr þeim gríðarlegu fólksflutningum sem verið hafa frá landinu undanfarin misseri. Það blasir við öllum sem vita vilja að mörg þúsund manns hafa flutt út í leit að betra lífi fyrir sig og fjölskyldu sína. Á sama tíma og ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur hefur svikið nánast öll loforð um skjaldborg heimilanna, hefur ráðherrann stungið höfðinu í sandinn eins og strútur og þykist ekki sjá hve staðan er alvarleg. Er nema von að fjöldi fólks missi trúna á framtíðina á Íslandi ?
#hlutirnirverðaaðbreytastogþaðstrax
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.7.2011 | 21:53
Hvar eru upphrópanirnar núna ?
Díoxín undir mörkum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.7.2011 | 21:04
Send á Litla-Hraun
Nú ætla ég ekki að gera lítið úr þeim hræðilega verknaði sem þessi ólánssama stúlka er grunuð um. Því síður ætla ég að halda því fram að ég sé einhver sérfræðingur í þessum málum. En er það bara ég sem er á því að þessa aumingjans stúlku vanti eitthvað annað en að verða lokuð inni í litlum gluggalausum klefa.
Tel nokkuð ljóst að vistun á viðeigandi sjúkradeild sé eitthvað nærri lagi.
Unga konan útskrifuð í dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)