Hvítþveginn en drullugur upp fyrir haus.

Í Þessari yfirlýsingu má m.a. lesa eftirfarandi.

 „Sjálfstæðisflokkurinn heldur að lesandanum þeirri tálsýn að óbreyttar skattareglur og áður fyrirhugaðar breytingar sé eitthvað sem raunhæft sé eftir að hann sigldi þjóðarbúinu í þrot og braut niður tekjuöflun ríkisins. Raunhæfur samanburður verður aðeins gerður á raunverulegum forsendum,"

Undir þetta ritar Björgvin G Sigurðsson sem stýrði bankakerfinu í þrot sem viðskiptaráðherra. Hann var æðsti yfirmaður bankanna sem bankamálaráðherra 85% af þeim tíma sem Icesave reikningarnir voru til. Hann gerði aldrei athugasemd við þá reikninga fyrr en allt var hrunið. Hann toppaði svo allt þegar hann laug að þjóðinni að hann hefði aldrei haft hugmynd um neitt misjafnt allan þann tíma sem hann var ráðherra. Hann heldur vafalaust að allt sé gleymt vegna þess að hann hrökklaðist úr embætti korteri fyrir stjórnarslit. Svo er hins vegar ekki.

Það kemur því úr hörðustu átt hjá þingmanninum að tala um að einhver annar hafi siglt þjóðarbúinu í þrot, sérstaklega vegna þess að hann var sjálfur stýrimaðurinn, með bundið fyrir augu og eyru.

Það er kominn tími til að fólk átti sig á hlut Samfylkingarinnar í hruninu. Hún hefur að mestu leyti siglt lygnan sjó eftir hrun en svo mun það ekki verða endalaust.

Engillinn Björgvin G.......

 


mbl.is Gagnrýna Sjálfstæðismenn fyrir vafasama framsetningu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Björgvin ber að vísu ábyrgð.

En höfuðábyrgð ber að sjálfsögðu konungur hrunsins: Davíð Oddson..

hilmar jónsson, 12.12.2009 kl. 14:12

2 Smámynd: hilmar  jónsson

Og Sjálfstæðisflokkurinn í heild. Ekki bara að þeir sætu í stjórn á meðan bankahrunið reið yfir, heldur höfðu þeir 15 ár þar á undan til að leggja hrunalínurnar.

Þetta ömurlega fyrirbæri mun uppskera eins og hann hefur sáð..

hilmar jónsson, 12.12.2009 kl. 14:18

3 Smámynd: Jón Óskarsson

Heyr heyr Ingólfur.  Þetta er nákvæmlega málið og dapurlegt að sjá hvað Björgvin G hefur sí og æ afneitað aðild sinni. Það er bara eins og sá maður hafi ekki verið í ríkisstjórninni frá 2007-2009. Enda svaf hann á verðinum og var því í raun ekki með.

Samfylkingin ber gríðarlega ábyrgð, því fyrst þeim flokki þótti Framsókn og Sjálfstæðismenn hafa opnað um of á frelsi í fjármálum, þá var þeim í lófa lagið að vinna í því að efla eftirlitsstofnanir og breyta lögum og reglum.  Samfylkingin gerði hins vegar ekki nokkuð annað en að reyna að koma landinu í Öryggisráðið á þeim tíma sem hún starfaði með Sjálfstæðisflokki og getur því ekki endalaust skellt skuldina á aðra flokka.

Jón Óskarsson, 12.12.2009 kl. 14:25

4 Smámynd: Ingólfur H Þorleifsson

Rétt er það Hilmar. Flest bendir til þess að Sjálfstæðisflokkurinn vinni stórsigur í næstu kosningum. Fólk er að mestu leyti að átta sig á að vinstri menn hafa ekki það sem til þarf, og hafa aldrei haft.

Ingólfur H Þorleifsson, 12.12.2009 kl. 14:27

5 identicon

Eftirfarandi orð Yngva Örns fyrrverandi hagfræðings Landsbankans og núverandi hagfræðingur félagsmálaráðuneytisins, eiga ágætlega við í þessu samhengi, en hann fór yfir þetta í viðtali í DV hvað það væri sem hefði sett þjóðina á hausinn: Ákvarðanir sem hafi ýtt undir miklu þenslu á góðæristímabilinu, svo sem lækkun bindiskyldu Seðlabankans sem skapaði 800 milljarða útlánagetu hjá innlendum lánastofnunum, hækkun lána og lánahlutfalls Íbúðalánasjóðs, tvennar stóriðju- og virkjanaframkvæmdir, tilslakanir í ríkisfjármálum á borð við skattalækkanirnar 2005 sem og miklar opinberar framkvæmdir á þessum tíma. Þá láðist að setja skorður við erlendar lántökur fjármálafyrirtækja og kaup íslenskra banka á erlendum vettvangi.

Það er Davíðs lykt af þessu öllu saman. Ég trúi því svo ekki að þó svo fólk kjósi Sjálfstæðisflokkinn að það sjái þetta ekki. Er þriðjungur þjóðarinnar með bundið fyrir bæði augun og fylgist þess utan ekkert með fréttum? Það sjá þetta allir sem vilja, þess vegna er það óþolandi að fólk sé að verja þetta bara af því það er í einhverju liði. Óheiðarleikinn sem hefur einkennt forystu Sjálfstæðisflokkinn er með hreinum ólíkindum og stórundarlegt að venjulegt fólk skuli hafa geð í sér að styðja við þennan blessaða Sjálfstæðisflokk. Flokkurinn er undirlagður af smá klíkum sem ná inn í Samtök atvinnulífsins og LÍÚ. Fulltrúar þessara samtaka véla síðan í samráði við stjórnmálamenn úr flokknum hvernig megi lækka laun hjá almenningi og auka hagnað fjármagnseigenda. Þetta er gert með ýmsum hætti, reglur sveigðar til hins ýtrasta og skattaumhverfið gert gróðavænlegt fyrir fyrrgreinda aðila. Eitt plottið og blöffið var þegar skattar voru lækkaðir niður í 15% á ÖLL fyrirtæki landsins. Afsökunin var sú að það myndi gera fyrirtæki í útflutningi samkeppnishæfari. En bíð þið við, það voru ekki bara fyrirtæki í útfluttningi sem fengu skattalækkun, nei það voru ÖLL fyrirtæki. Í Svíðþjóð þykir eðlilegt að fyrirtæki taki þátt í að reka leikskóla fyrir börn. Þetta er jú gert svo foreldrarnir geti mætt í vinnu og því ættu þá ekki fyrirtækin að koma að því? Fyrirtæki í Svíþjóð borga hæstu skatta í heimi, en fara samt ekki í burtu. Sama má segja um hin Norðurlöndin. Forstjóri Nokia sagði á fundi að ástæðan fyrir því að fyrirtæki flyttu ekki væri stöðugt efnahagslíf og ánægðir íbúar. Hérna er þessu öllu snúið á haus með hjálp þriðjungs landsmanna sem virðist ekki fatta að það er verið að skjóta það í lappirnar. Það er bara ein kaka til skiptanna og þeim mun meira sem fjármagnseigendur fá, þeim mun minna fær almenningur. Þetta er m.a. ástæðan fyrir því að klíkan ræðst á allar hugmyndir um ESB aðild. Vextir myndu lækka um 228 miljarða á ári, já á hverju ári. Þetta þýðir einfaldlega að heimilin og fyrirtækin í landinu fengju frá fjármagnseignedum 228 miljarða á ári til ráðstöfunar. Það er ekki af ástæðulausu sem Sjálfstæðisklíkan ræðst svona hatramlega gegn því að fólkið í landinu fái að kjósa um þessa aðild. 

Valsól (IP-tala skráð) 12.12.2009 kl. 14:54

6 Smámynd: Jón Kristófer Arnarson

Björgvin G. tók upp málstað útrásarvíkinga gegn þjóðinni og þáði greiðslur á leynireikninga frá þeim mönnum.  Hann ætti að vera bak við lás og slá.

Jón Kristófer Arnarson, 12.12.2009 kl. 14:57

7 Smámynd: hilmar  jónsson

Davíð laug að þjóðinni og kallaði yfir okkur hryðjuverkalög Breta, auk þess sem hann á sínum tíma samþykkti stríðsyfirlýsingu gagnvart öðru landi í nafni Íslendinga án nokkurs samráðs..

Hvar finnst þér að hann ætti að vera Jón ?

hilmar jónsson, 12.12.2009 kl. 16:59

8 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Það vantar alveg þáttinn hans Björgvins G Sigurðssonar hérna fram, varðandi þátttöku hans í þessu öllu saman. Þessi ásökun á hann varðandi greiðslur inn á leynireikninga sem hann á að hafa þegið þarð að koma upp á borð.. eins og Lánabók Landsbankann..nöfn Sjálfstæðismanna koma engum á óvart, en það eru greinilega önnur nöfn líka, og þau nöfn gætu verið við völd núna.. það er einhver ástæða fyrir öllum þessum feluleik, svo á Íslenska þjóðin bara að þegja og borga. Það er ekki hægt..

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 12.12.2009 kl. 17:54

9 Smámynd: Jón Óskarsson

Núverandi ríkisstjórn ætlar að setja 80 ára leynd á upplýsingar sem sérstök þingmannanefnd mun ákveða að birta ekki úr niðurstöðum Rannsóknarnefndar Alþingis.  Það vekur einmitt upp spurningar eins og þú ert að minnast á Ingibjörg.

Davíð Oddsson var ekki hluti af ríkisstjórn Íslands síðustu árin fyrir hrun og einmitt þau ár sem ástæða var til að stíga á bremsurnar og koma í veg fyrir meginhluta þess tjóns sem við sitjum nú uppi með.  Þar kom Samfylkingin "fersk" inn í ríkisstjórn, svo "fersk" að hún gerði ekki neitt.  Og það að gera ekki neitt var það versta.

Hilmar það væri vissulega nauðsynlegt að fá það á hreint með rannsóknum hvað það var nákvæmlega sem olli setningu hryðjuverkalaga Breta á okkur síðasta haust, en það er gríðarlegt ofmat á Davíð Oddssyni að orð sem hann lét falla hafi ein og sér valdið því.  Sá hópur "sakamanna" verður án efa stór og þar munu auk stjórnmálamanna yfirstjórnendur og millistjórnendur hjá Kaupþingi verða á meðal.

Jón Óskarsson, 12.12.2009 kl. 19:29

10 Smámynd: hilmar  jónsson

Orð Seðlabankastjóra Íslands í sjónvarpi um að Ísland hyggðist ekki standa við skuldbindingar höfðu engin áhrif á þessa ákvörðun ? Reynum að halda haus og horfast í augu við staðreyndir.

Hvernig heldurðu Jón að við hefðum brugðist við, ef við hefðum verið í sömu sporum og Bretar, og orðið þess ákynja að Seðlabankastjóri Bretlands talaði með líkum hætti Davíð gerði, til landa sinna í sjónvarpi ?

hilmar jónsson, 12.12.2009 kl. 20:01

11 Smámynd: Jón Óskarsson

Orð Davíðs í viðkomandi Kastljósþætti voru vissulega óábyrg á slíkum vettvangi og hann betur sleppt því að koma í þáttinn.  En það að halda því fram að það hafi eitt og sér valdið því að Bretar settu á okkur hryðjuverkalög er stórkostleg einföldun.  Embættismenn sem og stjórnmálamenn í Bretlandi, Hollandi og víðar voru með allskyns stóryrði í okkar garð bæði í kringum hrunið sjálft sem og í 2-3 ár þar á undan en ég minnist þess ekki að slíkt hafi verið tilefni til þess að við brygðumst hart við.

Hefði hið íslenska viðskiptaráðuneyti undir stjórn Björgvins G. Sigurðssonar staðið sig í því að hafa eftirlit með bönkunum og fyrr hefði verið farið í að koma Icesave og fleiri málum úr íslenskri lögsögu þá hefði hugsanleg yfirtaka breskra yfirvalda á sínum gömlu bönkum sem Íslenskir bankar voru búnir að eignast ekki valdið því stórtjóni sem við stöndum nú frammi fyrir.

Í því ráðuneyti gerðist allt á hraða snigilsins eins og sjá má glögglega á hægaganginum í kringum hið "eina" mál sem ráðuneytið kom í gegn sem voru stórgölluð innheimtulög.  Miðað við hraða þess máls m.a. þann tíma sem tók að semja stutta reglugerð, þá skilur maður að ekkert hafi gerst í því að efla eftirlitsstofnanir og koma í veg fyrir ofþenslu íslenska bankakerfisins.

En það var fjölmargt annað sem einnig brást.

Við þyrftum ekki embætti sérstaks saksóknara, rannsóknarnefnd Alþingis, Evu Joly og aðra ef allt sem miður fór væri bara einu manni að kenna.   Þeir sem vilja kenna Davíð Oddsyni um allt eins og mér sýnist á þér Hilmar vilja væntanlega stöðva allar frekari rannsóknir á því sem raunverulega gerðist.

Núverandi ríkisstjórn lofaði því að "allt yrði upp á borðum" en eru nú að bakka með það loforð eins og önnur loforð sem þessir flokkar gáfu kjósendum.

Jón Óskarsson, 12.12.2009 kl. 20:53

12 Smámynd: hilmar  jónsson

Jón þú fyrirgefur, en ég sé því miður enga einföldun í þessari skýringu varðandi Kastljósþáttinn.

Bretar, eins og aðrar stórþjóðir eru með her manna sem hafa það eina hlutverk að fylgjast með umfjöllunum í öðrum löndum, ekki síst þegar um jafn mikla hagsmuni er að ræða og í Icesavemálinu.

Ég er þó ekkert að afsaka þátt Björgvins, þó ég telji hann mun veigaminni en þátt Davíðs.

Nei Jón ég er ekki að halda því fram að ekki sé þörf á sérstökum rannsóknum á því hverjir stunduðu glæpsamleg viðskipti bæði fyrir og eftir hrun, vissulega af nógu að taka þar. Ég bind að sjálfsögðu vonir við sérstakann saksóknara og Joly, þó að ég telji að hraða hefði mátt til mun þeirra vinnu.

hilmar jónsson, 12.12.2009 kl. 21:08

13 Smámynd: Jón Óskarsson

Ég hvet menn til að skoða eftirfarandi blogg, en sé það sem þar er framsett rétt þá hafa Bretar, Hollendingar og Íslendingar ekki skilið Tilskipun 94/19/EB rétt.  Alþingismenn þurfa virkilega að skoða þessa tilskipun og kanna með hvaða hætti Landsbanki og Kaupþing fengu starfsleyfi í Bretlandi og Hollandi og hvers vegna leyft var að stofna Icesave reikninga í þessum löndum.

Hér kemur tengillinn: http://altice.blog.is/blog/altice/entry/991686/#comments

Jón Óskarsson, 12.12.2009 kl. 21:11

14 Smámynd: Jón Óskarsson

Hilmar.  Ekki ætla ég að meta hver ber meiri ábyrgð en annar, en getur verið að þú teljir þátt Björgvins G. minni vegna þess að hann gerði "ekki neitt" heldur en Davíð sem gerði margt sem menn voru ekki alltaf sammála um.   Það er ekki endilega betra að gera "ekki neitt".  Og þegar menn er kosnir til ábyrgðarstarfa í stjórnmálum þá er gjörsamlega óásættanlegt að menn "geri ekki neitt".

Meðal ástæðna fyrir beitingu hryðjuverkalagana var óábyrgur fjármagnsflutningur innan Kaupþingssamstæðunnar eftir að þeir greinilega blekktu Seðlabankann til að lána sér 500 ma. króna með allsherjarveði í FIH bankanum í Danmörku.  Þarna brugðust yfirstjórnendur Kaupþings trausti Seðlabankans.

Jón Óskarsson, 12.12.2009 kl. 21:46

15 Smámynd: Jón Kristófer Arnarson

Hilmar, af því að þú beinir til mín spurningu hér að ofan þá tek ég fram að ég tel að Davíð Oddson sé síst minni glæpamaður en Björgvin G..

Jón Kristófer Arnarson, 12.12.2009 kl. 22:26

16 Smámynd: Elle_

Þarfur pistill, Jón Kristófer.   Og er það ekki með ólíkindum hvað Fylkingin er rosalega hvítþvegin og kennir öllum öðrum um.   Og þó Fylkingin ætti bankamálaráðherrann, Björgvin G. Sigurðsson, og formann stjórnar Fjármálaeftirlitsins, Jón Sigurðsson.

Og eins óskiljanlegt og það er að nokkur maður hafi kosið þessa Fylkingu aftur til valda, eru þeir nú samt þar enn að valda skemmdum.   Og munu örugglega kenna stjórnarandstöðunni um alla þeirra óstjórn og núverandi Icesave-kúgun. 

Elle_, 12.12.2009 kl. 23:48

17 Smámynd: Elle_

Ætlaði að segja, Ingólfur H., fyrirgefðu Ingólfur, las þarna nafnið næst að ofan.

Elle_, 12.12.2009 kl. 23:50

18 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Mér finnst mjög slæmt að sjálfstæðisflokkurinn skuli ekki vera við völd. Auðvitað átti að láta hann þrífa upp eftir sig, ekki gat það versnað. Græðgin hjá vinstri mönnum í völdin eru að koma þeim í koll. Sjallarnir voru með kúkinn í buxunum og voru farnir að flýja hvern annan út af óþef. Þá koma kommarnir og kratarnir og vilja endilega taka við í vonlausri stöðu, gráðugir í völd. Sjálfstæðisflokkurinn notar auðvitað tækifærið skiptir um bleyjur og fer í nýjar buxur, og hundskammar síðan vinstrimenn fyrir að vera að skattleggja landsmenn til fjandans og draga úr þenslu. Nú væri gaman að sjá hvað sjálfstæðisflokkurinn mundi gera í þessari stöðu,sem upp er komin og eg er ansi hræddur um að skoðanakannarnir yrði þeim ekki jafn hagstæð og þær eru núna. Eg held að þess verði ekki langt að bíða að vinstri menn springi í tætlur, þetta fólk getur ekki unnið lengi saman.

Bjarni Kjartansson, 13.12.2009 kl. 20:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband