Ögmundur snuprar ríkisstjórnina.

Ögmundur var samkvæmur sjálfum sér í dag þegar hann greiddi atkvæði gegn Icesave á Alþingi. Það sem mér fannst hins vegar áhugavert var þegar hann lýsti vinnubrögðum Jóhönnu og Steingríms í þessu máli. Sagðist hann mótmæla niðurstöðunni og því hvernig hún væri fengin.  Það mátti líka sjá í atkvæðagreiðslunni í dag að þeir sem hafa verið erfiðir í taumi, eins og Guðfríður Lilja og Atli Gísla kusu heldur að vera í fríi en að standa á sínu.

Þá sagðist Ögmundur alla tíð hafa verið ósáttur við að ríkisstjórnin tengdi líf sitt við tiltekna niðurstöðu í Icesave samningnum. Enn ósáttari hafi hann verið við vinnubrögðin, sem honum þætti of lík aðkomu fyrri ríkisstjórna en hann gæti sætt sig við. Þar með tekur hann undir með þeim sem segja að núverandi ríkisstjórn hafi engu breytt, þrátt fyrir fögur fyrirheit fyrir kosningar.

Ísbjörg er verri en ljón......

 


mbl.is Ögmundur sagði nei
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Það muna allir eftir Sigtúnshópi Ögmundar og hans frægu yfirlýsingum þar,

svo ég er ekki alveg að skilja hvers vegna hann er ekki fyrir löngu síðan gengin í Sjálfstæðisflokkinn.

Níels A. Ársælsson., 9.12.2009 kl. 09:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband