Orðrétt.

 Veðrið hér er ekki upp á marga fiska, hér slær í 20 m/s og kyngir niður snjónum. Þetta eru ekki beint kjör aðstæður til þess að vera berhentur við saumaskap í alla nótt og væri ég alveg til í að skipta við vinstri-rauða, kaffihúsaliðið, sem vill rífa af okkur sjómannaafsláttinn. Ef trefla-liðið og jakkafata-hyskið á þinginu væri sett á bryggjuna, berhent, og ósofið og látið standa þar við saumaskap í alla nótt. Þá kæmi annað hljóð í strokkinn hjá þessu handsnyrta liði sem duglegt er við að heimta dagpeninga ef það fer norður fyrir Elliðarár.

Þorbjörn Víglundsson háseti á Júpiter ÞH á bloggi sínu www.tobbivilla.123.is

Álit sjómanns á ráðamönnum þjóðarinnar.....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Góðan daginn Golli.

Finnst þér við hæfi að eltast við svona lúkarskjaftæði á sjálfan hvíldardaginn ?

Níels A. Ársælsson., 29.11.2009 kl. 11:34

2 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Eg skil ekki hvað þetta á að vera mikið mál. Útgerðin á bara að borga þetta ekki ríkið. Eg var oftast sammála Honum Geir H vini þínum. Þegar hann var fjármálaráðherra þá var hann með þetta á heilanum í boði sjálfstæðis flokksins að afnema sjómannaafsláttinn og koma þessu til útgerðar, en eins og þú veist þá er LÍÚ rúmlega helmingurinn af sjálfstæðisflokknum þannig að hann varð alltaf að bakka. Ríkið á kannski líka að borga fyrir útgerðina olíuna og beituna, sjómennirnir eru að gera það núna.

Bjarni Kjartansson, 30.11.2009 kl. 00:02

3 Smámynd: Ingólfur H Þorleifsson

Er ekki Steingrímur Joð alltaf að tala um norrænt velferðarþjóðfélag. Hvernig væri þá að gera við sjómennina okkar eins og gert er á hinum norðurlöndunum. 

Skattaafsláttur til sjómanna í Færeyjum er 1.852.500, í Noregi 2.257.500 og Danmörku 1.032.460 en á Íslandi hámark 237.000 hrun.

Strákar þið eruð báðir sjómenn frá unga aldri. Hvernig væri að sjómenn stæðu saman einu sinni og skoðuðu hver útkoman yrði.

Ingólfur H Þorleifsson, 2.12.2009 kl. 06:50

4 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Ingólfur minn: Þú veist að sjómenn geta aldrei staðið saman að einhverju á móti stjórnvöldum. Það er allt of mikil andskotans pólitík í öllu, sem myndar alltaf tvær eða fleiri fylkingar svo útgerðarmenn á bak við allt saman sem þrýsta á með dulbúnar hótannir um brottrekstur. Eg þekki þetta allt saman að eigi raun. Síðan eru bara sett bráðabyrðalög á allt saman út að þjóðarhag. Manst þú hver setti síðast lög á sjómenn í verkfalli? Var það ekki D eitthvað, út af þjóðarhag? Af hverju hækkaði sjálfstæðisflokkurinn ekki sjómannaafsláttinn þegar hann var við völd? Þú hefðir geta sýnt þeim þessa útreikninga og samanburð frá norðurlöndum.  En eg er sammála því að það væri í lagi hjá Steingrími að snúa sér að einhverju öðru en þessu, hann slær feilhögg þarna. Það er pólitískur loddaraleikur og ömurlegir stjórnmálamenn, sem eru á góðri leið með að koma okkur á lægsta plan allra þjóða. 

Bjarni Kjartansson, 2.12.2009 kl. 18:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband