27.11.2009 | 13:04
Látið skeika að sköpuðu.
Ráðherra ætti að fara varlega í að rugga þessum bát. Það er ekki það sem vantar núna að fá íslenska sjómenn upp á móti sér. Í 55 ár hafa þeir fengið þennan auka persónuafslátt, aðallega vegna þess að þeir eiga ekki sama möguleika á að nýta það sem skattarnir okkar fara í. Nægir þar að nefna heilbrigðisþjónustu, vegakerfið og ýmsa menningastarfsemi sem borguð er af skattgreiðendum.
Þó að hægt sé að segja að sjómannstarfið sé mikið breytt, þá hefur ekkert breyst um það að þeir eru mikið að heiman frá sinni fjölskyldu. Þeir hafa ekki möguleika til að nýta sér það sem upp er talið að ofan. Þess vegna á ráðherrann að láta þetta vera og líta sér nær í niðurskurðinum.
Sjómenn standið þétt saman......
Sjómannastarfið mikið breytt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.