Hlegið um alla Evrópu.

13245Það er ég viss um að helstu ráðamenn Breta og Hollendinga sitja hlægjandi yfir viský glasi yfir flugfreyjunni og jarðfræðingnum á litla Íslandi, sem halda að einhver sé að hlusta á þau. Sendum bara lettersbréf til þeirra og segjum þeim til syndanna segir Jóga við Denna. Svarið er nú komið tæpum þrem mánuðum síðar og viti menn, Gordon gamli er búinn að hugsa um litla Ísland allan tímann síðan hann fékk bréfið góða.

En hann var ekki að hugsa um okkur af góðmennsku. Nei við skulum fá að borga hverja krónu sama hvað kemur upp síðar í Icesave ferlinu. Hann lítur nefnilega svo á að samningurinn sé bindandi fyrir íslendinga. Eftir lestur á þessu  bréfi frá Gordoni Brúna verður gaman að sjá hvað þeir íslensku alþingismenn sem sagt hafa samkomulagið ásættanlegt munu gera.

Að vísu er Jóga búin að senda annað bréf. Vonandi að svar berist með vorskipinu.

Bindandi samningur skal það vera........


mbl.is Brown álítur Icesave bindandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Auðvitað telur hann hlutina bindandi.

Fulltrúi "meirihluta" alþingis hefur nebblega sett sitt auma nafn undir....

Óskar Guðmundsson, 25.11.2009 kl. 21:46

2 Smámynd: Eirikur

Please believe me, that nobody is laughing at the Icelandic public. Iceland has allways been a "favourite" of the UK,  dispite the Cod Wars......A plucky Nation that grew too fast.........What is happening to you now is experience....European Nations went through wars, differences, strife, and starvation, to learn what was right and what was wrong....

Your Government got it all wrong. They let this happen to you....Not the British...Not the Dutch, Not the Norwegians, the french, or any other European Nation. What has happened to you is purely developed in Iceland.

Let your Government learn from this....Let the Icelandic Nation learn from this....

You lived beyond your means.......You spent money you did not have.....

Experience is so so so expensive...

I wish the Icelandic Nation all the very best and hope that you come out of this a stronger, and much more experienced Nation, and hope you can turn this all around.

Long Lifa Island..... Good Luck.

Eirikur , 25.11.2009 kl. 21:59

3 Smámynd: Ellert Júlíusson

WE did not live beyond OUR means. SOME lived beyond the means of EVERYONE else with the aid of corrupt politicians and weak financial system, backed by the EU.

Only reason that the limeys and dutch press this matter so far, with the aid of many of their European lackeys is the fact that if this matter goes before court and Iceland "wins" the european banking system will crumble.

The regular joe never got anything of all this wealth, most of it is probably residing in some off shore accounts in the hands of roughly 30 people who played everyone (including the aforementioned Brits) like a harp from hell.

Góðar stundir.

Ellert Júlíusson, 25.11.2009 kl. 22:18

4 Smámynd: Júlíus Björnsson

Viðskipti eru viðskipti. Það er aðalatriðið. Auðvitað hlægja allir þótt margir vorkenni þeim sem ekki hafa greind til gera betra samkomulag.

Bretar hafa allan hag af því að tryggja sér áframhaldandi 25% af útflutningi Íslands. Fjárfestingar í kjölfar EES um 1994 Íslendinga innan efnahagslögsögu Breta skiptir þá máli, sér í lagi þá sem eru skoskir í sér. 

Júlíus Björnsson, 25.11.2009 kl. 22:27

5 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Mig langar að benda á að það var hlegið að Íslendingum þegar við héldum að við værum að eignast hitt og þetta fyrir ekki neitt í öðrum löndum þegar útrásin var að byrja.

Viðskipti geta bara gengið vel ef siðferðið er með í samnings-verklagi. Það þarf ekki menntafólk til að skilja það.

Mig langar að benda á að það var hlegið að Íslendingum þegar við héldum að við værum að eignast hitt og þetta fyrir ekki neitt í öðrum löndum þegar útrásin var að byrja.

Það þekki ég vel því ég var að vinna með kláru alþýðufólki í Noregi (við vorum frá 9 þjóðum þegar fjölbreytnin var mest, góður skóli það) á þeim tíma sem útrásin þótti sem fínust hér á landi. Alþýðu, flótta og verkamenn sjá lífið ekki með sömu augum og háskóla-sviknir hagfræðingar.

Kaffitímarnir fóru oft í að ræða um hvaða  rugl væri  á  Íslendingum. Þá skammaðist ég mín  fyrir vanþroska  minnar þjóðar í siðferði.

Og hér erum við núna og verðum að vinna út frá þeirri stöðu sem við höfum komið okkur í. Ég get ekki skilið rökin fyrir því að aðrir eigi að borga fyrir okkar afglöp og glópa-gulls-græðgi. Það er einfaldlega ekki réttlátt.

Hins vegar erum við búin að sýna alla okkar viðleitni til að bæta fyrir vitleysuna okkar og þá verður alla vega frekar tekið tillit til okkar á sanngjarnan hátt. Ég hef ekki minni trú á Bretum og öðrum þjóðum en Íslendingum, alla vega ekki núorðið. Græðgin viðist ekki ríða við einteyming á okkar skeri hjá sumum pólitíkusum.

Get heldur alls ekki skilið að ESB sé eitthvert skylduverkefni þó við sýnum vilja á að taka ábyrgð á afglöpum okkar. Ég get ómögulega skilið af hverju við eigum eitthvað velsældarlíf í vændum við að ganga í ESB. Heimurinn er samansettur af meiru en ESB áhangendum sem betur fer.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 26.11.2009 kl. 00:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband