Hver man ekki eftir Rauða hernum.

Er þetta ekki sami Guðmundur Franklín og kom að rekstri fyrirtækja hér fyrir vestan og voru kölluð Rauði herinn. Rauðsíða á Þingeyri og Rauðfeldur á Bíldudal ef ég man rétt. Hvorki var nú rekstur þeirra né endalok til fyrirmyndar, og margir sem töpuðu peningum á því ævintýri.

Þess vegna spyr maður sig hvort nefndur Guðmundur Franklín hafi lært meira um rekstur fyrirtækja síðustu tíu árin. Held að okkur vanti ekki fleiri ævintýramenn til að reka fyrirtækin okkar.

Trausta aðila til að reka Haga takk fyrir.....

 


mbl.is Ræða við Arion banka um Haga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Hafa ekki allir sem komið hafa nálægt rekstri sjávarútvegsfyrirtækja á Íslandi einhverntíman lent í erfiðleikum ?

Níels A. Ársælsson., 22.11.2009 kl. 20:55

2 Smámynd: Ingólfur H Þorleifsson

Ekki eru það nú allir Níels, en margir hafa lent í vandræðum. En tæplega eru þeir hinir sömu að reyna að eignast stærstu fyrirtæki landsins eins og í dæminu að ofan.

Mesta lán Súgfirðinga var að heimamenn höfðu trú á að það væri hægt að reka þetta fyrirtæki. Íslandssaga verður einmitt 10 ára 6 des n.k.

 En á meðan Sambandið var hér þá mátti helst ekki hlusta á það sem heimamenn höfðu að segja. Fullt af sérfræðingum komu að sunnan og við vitum báðir hvernig það endaði.

Ingólfur H Þorleifsson, 22.11.2009 kl. 21:18

3 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Ég var ekki að mæla neinum sérstökum bót í þessum efnum en það eru vandfundnir einstaklingar á Íslandi í dag sem gætu talist hæfir til að kaupa Haga vegna ýmiskonar tengsla og hagsmuna.

Sennilega væri best að lífeyrissjóðirnir eignuðust þetta félag til að splitta því síðan upp í margar einingar.

Níels A. Ársælsson., 23.11.2009 kl. 08:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband