Arfavitlaus ákvörðun kirkjuþings.

Á kirkjuþingi 2009 sem nú er ný lokið voru teknar ákvarðanir um breytingu á sóknum m.a. hér á vestfjörðum. Þær eru eftirfarandi.

 Vestfjarðaprófastsdæmi: Staðarprestakall og Þingeyrarprestakall, sameinist. Heiti hins sameinaða prestakalls verði Þingeyrarprestakall. Prestssetur verði á Þingeyri.

Súðavíkur,- Vatnsfjarðar- og Ögursóknir tilheyri Holtsprestakalli.

Þessar breytingar á að þvinga fram þrátt fyrir mótmæli frá öllum sóknarnefndum á svæðinu. Það eru vinnubrögð sem ekki eiga að sjást innan kirkjunnar, eða annarsstaðar. Fólk á að fá að hafa eitthvað um svona mál að segja. En í þetta skiptið og vafalaust mörg önnur eru það starfsmenn úr Reykjavík sem ákveða breytingar á landsbyggðinni.

Það er alveg greinilegt að þeir sem leggja fram svona tillögur hafa ekki kynnt sér mikið staðhætti hér á þessu svæði. Flestir sem hefðu gefið sér smá tíma í að skoða þessi mál hefðu sett Þingeyri undir Holtsprestakall og látið Staðarsókn vera óbreytta. En málið var bara ekki svo einfalt. Það var örugglega búið að lofa Þingeyringum því að þeir hefðu prest á staðnum. Undanfarin ár hafa þeir haft hálfgerðan farandprest. Sá prestur er reyndar mágkona biskupsins yfir Íslandi.

Hvort að það hefur haft eitthvað að gera með þessa undarlegu ákvörðun læt ég lesendur um að ákveða, en ég er sjálfur ekki í neinum vafa. Þessar breytingar taka reyndar ekki gildi fyrr en annar hvor hættir, presturinn á Þingeyri eða Suðureyri. Það gæti því orðið langt í að þessar vitlausu breytingar verði að veruleika.

Þegar maður sér hverskonar vinnubrögð eru viðhöfð innan kirkjunnar þá hugsar maður um það hvort maður á ekki að verja tíma sínum í annað en vinnu innan hennar. Ég hef síðustu ár verið sóknarnefndarmaður í Staðarsókn og kirkjuvörður í Suðureyrarkirkju og haft gaman af. Það er spurning hvað maður gerir í framhaldinu.

Einræði er slæmt......


mbl.is Samþykkt að sameina átta prestaköll
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Jón Hreinsson

Er þetta bara ekki í stíl við aðrar sameiningar á landsbyggðinni.  Ávísun á lakari lífskjör!

Sigurður Jón Hreinsson, 14.11.2009 kl. 15:02

2 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Þú ert sem sé maðurinn á bak við tjöldin, sem kallar á prestinn.

Bjarni Kjartansson, 15.11.2009 kl. 15:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband