28.10.2009 | 18:19
Að láta taka sig í bakaríinu.
Góður og orðheppinn drengur sagði þetta í útvarpsviðtali fyrir nokkrum árum. Okkur hér líkar illa að láta taka okkur í bakaríinu. Það er nákvæmlega það sem þessi blessaði sjóður er að gera við Ísland. Þið samþykkið að borga Icesave og við tökum þetta til endurskoðunar. Um leið og Jóhanna og Steingrímur Joð kokgleyptu Icesave reikningana þá vorum við teknir úr geymsluskúffunni.
En þrátt fyrir það að þetta hafi verið ljóst fyrir löngu og stjórnarandstaðan hafi bent á þetta í allt sumar, þá sagði stjórnarparið að engin tengsl væru á milli þessara mála. Hversu miklir grænjaxlar geta okkar reyndustu stjórnmálamenn verið. Er þetta fólkið sem mun leiða okkur út úr vandanum. Ég stór efa það.
Barin til hlýðni.....
Fundi AGS um Ísland lokið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.