Endalok vinstristjórnar

Þessum fyrirvörum sem Alþingi samþykkti er ekki hægt að breyta bara sí svona. Þetta fer ekki í gegn um Alþingi eins og staðan er á málum þar. Talíbanarnir í VG eru ekki að fara að bakka með þá fyrirvara sem komnir voru inn.

Þetta útspil sýnir enn og aftur að Jóhanna og Steingrímur eru eins og lömb leidd til slátrunar í höndum Breta og Hollendinga. Já og amen er það eina sem kemur úr því sauðahúsinu. Sem betur fer er þjóðin að sjá betur og betur hvað þarf að gera til að komast út úr vandanum.

Vanhæf ríkisstjórn......


mbl.is Icesave-fyrirvörum breytt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Er það virkilega talibanahugsunarháttur að vilja ekki fallast á uppgjafasamninga við Breta sem Ísland getur ekki staðið við?  Laumusamfylkingarmenn eru hálfu verri í þessu máli.

Sigurður Þórðarson, 18.10.2009 kl. 02:16

2 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Sammála.....sammála..... sammála.  Þetta er VANHÆF ríkisstjórn.

Takk fyrir bloggvináttuna.

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 18.10.2009 kl. 09:32

3 Smámynd: Carl Jóhann Granz

Við skulum rétt vona að þau standi ennþá í lappirnar.

Carl Jóhann Granz, 18.10.2009 kl. 10:06

4 Smámynd: Sigurður Jón Hreinsson

Talibanar allra flokka sameinist um að halda í áður samþykkta fyrirvara.  Líka talibanarnir í SjáLfstæðisFLokknum

Sigurður Jón Hreinsson, 18.10.2009 kl. 10:26

5 Smámynd: Hilmar Dúi Björgvinsson

er SjálfssssstæðisFL þá ekki vanhæfur...það voru jú þeir sem að skrifuðu undir viljayfirlýsinguna um að borga Ice-save uppí topp...og hana nú.

En ég verð að segja að ég hef aldrei verið hrifinn af því að borga eitthvað sem að ég kom ekki nálægt að gera en það gerðu Framsókn og Sjálfsstæðsissflokkurinnnnnn

Hilmar Dúi Björgvinsson, 18.10.2009 kl. 10:42

6 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Kannski að það sé kominn tími til þess að formaður kjördæmaráðs stærsta flokksins á Ísafirði átti sig á því að Ísland er tæknilega gjaldþrota hvort sem miðað er við erlendar skuldir ríkissjóðs eða þjóðarbúsins.

Sigurður Þórðarson, 18.10.2009 kl. 19:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband