Prófkjör skal það vera.

Aðalfundur fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Ísafjarðarbæ ákvað í kvöld að halda prófkjör til að velja á lista fyrir bæjarstjórnarkosningar sem fara fram 29 maí n.k.  Það eru því spennandi tímar framundan hjá okkur sjálfstæðismönnum í Ísafjarðarbæ. Ég tilkynnti á fundinum að ég gef kost á mér í eitt af efstu sætunum í þessu prófkjöri. Þá ákvörðun tek ég vegna þess að ég tel mig hafa margt fram að færa í þá miklu vinnu sem bæjarmálin eru. Eftir að hafa verið varabæjarfulltrúi á því kjörtímabili sem nú fer brátt að ljúka og fengið góða reynslu af því starfi, vonast ég eftir að fá stuðning fólks í Ísafjarðarbæ til að vinna fyrir það áfram.

Framtíðin er okkar......


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Örvar Már Marteinsson

Gangi þér vel félagi!

Örvar Már Marteinsson, 14.10.2009 kl. 00:33

2 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Ja há.

Gangi þér vel Golli í prófkjörsslagnum og vonandi auðnast ykkur að gera þetta heiðarlega í fyrsta skipti.

He he .................

Níels A. Ársælsson., 14.10.2009 kl. 09:22

3 Smámynd: Ingólfur H Þorleifsson

Takk fyrir það strákar.

Við héldum mjög gott og heiðarlegt prófkjör fyrir síðustu bæjarstjórnarkosningar Níels og það verður örugglega raunin núna líka.

Ingólfur H Þorleifsson, 14.10.2009 kl. 09:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband