6.10.2009 | 20:19
Spriklandi fiskur ķ körum.
Varaformašur sjįvarśtvegsnefndar Ólķna Žorvaršardóttir hefur ekki fariš leynt meš hrifningu sķna į strandveišikerfinu sem sett var į til prufu ķ sumar. Hśn hefur staglast į žvķ ķ ręšu og riti hversu mikil breyting varš į öllu hér fyrir vestan eftir aš veišarnar hófust. Hafnir hafa lifnaš viš aš nżju. Véladynur bergmįlar ķ fjöllunum kvölds og morgna og sķšast en ekki sķst spriklandi fiskur ķ körum.
Af žessum rómantķsku lżsingum aš dęma kemur žingmašurinn ekki oft nišur į bryggju, ef hśn hefur žį nokkurn tķmann gert žaš yfirleitt. Bįtar hafa nefnilega komiš og fariš svo bergmįlaš hefur ķ fjöllunum įšur en strandveišikerfiš var sett į. Lķf hefur veriš į höfnunum, fiski landaš og menn hugaš aš bįtum sķnum. Eitt er lķka gott fyrir varaformann sjįvarśtvegsnefndar aš vita, nefnilega žaš aš fiskurinn er blóšgašur um leiš og hann kemur um borš ķ bįtana og kęldur. Žaš eru žvķ engar lķkur į aš hann sé enn spriklandi ķ körunum žegar bįtarnir koma aš landi.
Žingmašurinn hins vegar talar ekkert um aš nįnast engin nżlišun var ķ žessu kerfi ķ sumar. Nżlišun voru einmitt helstu rök žingmannsins og hennar félaga žegar žetta frumvarp var lagt fram. Strandveišarnar skilušu 62 milljónum ķ aflaveršmęti ķ Ķsafjaršarbę ķ sumar. Žaš žżšir 807 žśsund krónur rśmar fyrir utan viršisaukaskatt ķ aflagjald til hafna Ķsafjaršarbęjar. Hafnir landsins eru almennt ķ erfišum rekstri og molar eru lķka brauš og allt žaš, en Žessi upphęš er brotabrot af žeim upphęšum sem žau śtgeršarfyrirtęki sem žegar voru aš landa hér į svęšinu eru aš greiša ķ aflagjöld į įri.
Žeim fyrirtękjum hinsvegar sér žingmašurinn allt til forįttu og į žį ósk heitasta aš aflaheimildirnar verši teknar af žeim, meš hörmulegum afleišingum fyrir svęšiš ķ heild. Hverra hagsmuna er žį veriš aš gęta.
Žetta snżst ekki um rómantķk......
Athugasemdir
Golli. Žetta snżst heldur ekki um aš snśast eins og köttur ķ kringum heitan graut, ķ kringum eigendur kvótans. Žaš vald sem žeir hafa til aš įkveša lķf eša dauša byggšarlaga og jafnvel heilla landshluta er hvorki gott fyrir žį né okkur. Ķ reynd snżst žetta um atvinnufrelsi.
Og žaš er einhvaš sem hęgrimenn męttu gjarnan taka sem sjįlfsögšum réttindum allra manna.
Siguršur Jón Hreinsson, 7.10.2009 kl. 00:05
Golli.
Ég hef hvergi séš žaš eša heyrt nokkun mann tala fyrir žvķ aš sį smįnar kvóti sem eftit er į Vestfjöršum verši tekinn af svęšinu.
Žegar žś varst lķtill heyršir žś aldrei fólkiš žitt tala um spriklandi fisk ķ potti ?
Ég var aš skoša žessar tölur žķnar um strandveišarnar ķ Ķsafjaršarbę og fę ekki betur séš en aš tekjur hafnarinnar hefšu oršiš nįlęgt 450 žśsund krónum mišaš viš Veršlagsstofuveršiš sem Gunnvör og fleiri greiša sķnum sjómönnum.
Žannig aš žessar fullyršingar žķnar eru beinlķnis rangar.
Hefur žś hugleitt hvers vegna rekstur hafnanna gengur svona illa ?
Ég get gefiš žér eitt smį dęmi.
Verš į žorski, żsu og steinbķt er ķ flestum tilfellum 30 til 100% hęrra į fiskmörkušum en žaš veršlagstofuverš sem td, Gunnvör greišir sķnum sjómönnum.
Reiknašu svo į įrsgrundvelli samfélagslegan skaša sveitarfélagsins, hafnarinnar, lķfeyrissjóšsins, stéttarfélaganna og rķkisins af nśverandi fyrirkomulagi !
Nķels A. Įrsęlsson., 7.10.2009 kl. 09:18
Bęta viš athugasemd [Innskrįning]
Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.