Þjófur eða þjófur. Hver er munurinn ?

Í einhverja daga hafa nokkrir ungir menn setið í gæsluvarðhaldi vegna fjársvika varðandi lánaumsóknir hjá íbúðalánasjóði. Þeir sviku þar út einhverja tugi milljóna. Nú er ég ekki að mæla þeim né öðrum bót sem stunda þannig iðju, en hvers vegna eru þeir sem stálu tugum og hundruðum milljarða úr bönkunum ekki í gæsluvarðhaldi. Þetta íbúðarlánasjóðsmál er hjómið eitt miðað við það sem þjóðin fékk að sjá í Kaupþingslánabókinni.

Til að kóróna allt saman þá hafa stjórnendur þessa gjörspillta ríkisbanka látið setja lögbann á birtingu gagnanna, og koma þannig í veg fyrir að þjóðin fái að sjá svínaríið. Á meðan sitja forystumenn ríkisstjórnarinnar og gera ekki neitt. Menn bera fyrir sig bankaleynd og trúnað við viðskiptavini.

Hvernig væri að gjaldfella þessi lán, og frysta eigur þessara manna sem tæmdu bankana korteri fyrir hrun.

Munurinn er engin.......

handcuffs


mbl.is Hreiðar Már segir lánin lögleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband