Falleinkun á ríkisstjórnina.

Og einnig sannar þetta það sem stjórnarandstaðan hefur haldið fram að þessi Icesave samningur er handónýtur, og hlýtur að verða felldur í þinginu. Það verður gaman að sjá viðbrögð forystumanna ríkisstjórnarinnar við þessari  grein hjá Evu Joly. Steingrímur og Jóhanna hafa haldið fram að við séum borgunarmenn fyrir þessu.

Því miður held ég að svo sé ekki. Nú er komið á daginn að ESB mun ekki hjálpa okkur á nokkurn hátt. Framkoma þeirra sem þar fara fremstir í okkar garð sannar það. Hvernig væri að ríkisstjórnin færi að sjá stöðuna í réttu ljósi.

Ísland allt í skorum.....

ThumbsDown


mbl.is Stöndum ekki undir skuldabyrði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: GH

Það er einkennilegt að halda að Jóhanna og Steingrímur séu ekki sammála Evu Joly. Sjálfstæðismenn eru búnir að gíra sig upp í stjórnarandstöðu til að trúa að (a) þeir hefðu getað komist að miklu betra samkomulagi en Svavar og co. þótt þeir hafi verið sjálfir búnir að skrifa undir hugmyndir að samkomulagi sem voru miklu verri (b) að stjórnin hafi gert Icesave af áhuga forystumannanna til að greiða Bretum og Hollendingum fullt af peningum en ekki neyð. Ég reikna með að öllum Íslendingum finnist komið freklega fram við þjóðina í þessu máli, en það þýðir ekki að viðsemjendur okkar séu á sama máli. Því miður var Icesave samningurinn ekki gerður við Evu Joly heldur ráðamenn í Bretlandi og Hollandi, og þeir eru einfaldlega ósammála Joly -- og mér hefur heyrst að yfirgnæfandi meirihluti íbúa þeirra landa séu á sama sinnis. Á meðan aðstæður eru þannig verður þetta mál ekki leyst nema með samningum. Við getum vissulega fellt samninginn, en það mun kalla yfir okkur endalausar hörmungar -- stundum er einfaldlega nauðsynlegt að bíta í það súra ...  

GH, 1.8.2009 kl. 13:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband