Smá vitglóra eftir í karlinum.

Þó að maður öllu jöfnu botni ekkert í Jóni Bjarnasyni þá er þetta rétt ályktað hjá honum. Íslendingar eru ekki í neinni aðstöðu til að semja við kúgara sína nú um stundir. Samfylkingin hefur lengi haft það á stefnuskrá sinni að gefa eftir sjálfstæðið til ESB. Þingmenn hennar hafa lagt sig öll fram um að sannfæra fólk um að það sé eina lausnin á okkar vandamálum. Við vitum þó betur með hverjum deginum sem líður að svo er ekki.

Það voru því margir sem lögðu traust sitt á VG í síðustu kosningum vegna andstöðu þeirra við ESB aðild. Það var röng ákvörðun. Valdagræðgi Steingríms Joð og félaga er slík að þeir myndu selja sál sína fyrir sæti á ríkisstjórnarbekknum. Þar var Jón Bjarnason undanskilinn ásamt félögum sínum úr NV-kjördæmi og Atla Gíslasyni.. Það dugar bara ekki til því að þungavigtarfólk í flokknum hefur þau auðveldlega undir. Samherjar Steingríms í NA-kjördæmi hafa sagt hann ómerking orða sinna og þar fram eftir götunum.

Eini ljósi punkturinn er sá að dagar þessarar ríkisstjórnar eru senn taldir. Slík er sundrungin og ósamstaðan í liðinu.

Gott hjá Hóla Jóni......


mbl.is Vill fresta umsóknarferli ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ég get alveg tekið undir hólið á Hóla-Jóni.  En það er óskynsamlegt og óábyrgt af þér að þér að fagna ósamlyndi í ríkisstjórninni vegna þessa máls.

Nær væri að menn reyndu að láta hagsmuni Íslands ráða eins og Jón gerir í þessu máli.  Það gerði Pétur Blöndal líka þegar hann lýsti því yfir að hann myndi verja stjórnina falli ef hana þryti örendið vegna Icesave.

Sigurður Þórðarson, 26.7.2009 kl. 13:33

2 identicon

Bíddu styður þú ekki sjálfstæðisflokkinn? Meirihluti sjálfstæðismanna hefur verið fylgjandi aðild í öllum skoðanakönnunum síðan 2004. Núna sést ekki einn einasti Sjálfstæðismaður sem þorir að hafa þá skoðun. Dvíðsæskan og bullið í kring um Styrmir Gunnarsson og Björn Bjarnason gerir það að verku að engin þorir að tjá sig í þessum blessaða flokki. Meira að segja fékk Benidikt Jóhannsson verðlaun fyrir að þora tala á móti flokknum. Hugsaðu þér, hann fékk verðleun fyrir að þora vera á annarri skoðun en Davíð og félagar. Menn eru svo skíthræddir við að hafa aðra skoðun en Davíðs klíkan, að þeir þora ekki öðru en að fylgja hjörðinni af ótta við að komið verði einhvers staðar í veg fyrir framgang þeirra í atvinnumálum, eða að börnin þeirra fái ekki vinnu því klíkan gæti komið í veg fyrir það, finnst þér virkilega gaman að vera í flokki þar sem er slík skoðanakúgun að menn þori ekki að tjá sig? Aumingja þú.

Jón hefur engar áhyggjur af samningsstöðu, þetta er bara fyrirsláttur því hann er svo hræddur um það að íslendingar fái að sjá hvað kemur út úr samningum. Hann óttast að þeir samningar verði of góðir fyrir almenning til að hafna þeim. Þessi maður er að reyna koma í veg fyrir að almenningur fái þá kjarabót sem fylgir því að ganga í ESB.

 Ömurlegur málfluttningur, en hæfir manninum!

Valsól (IP-tala skráð) 26.7.2009 kl. 15:12

3 Smámynd: Ingólfur H Þorleifsson

Ég veit ekki hvernig þú færð það út að meirihluti sjálfstæðismanna sé fylgjandi aðild. Það hefur verið samþykkt á landsfundum allavega síðustu tvö skipti að hagsmunum Íslands sé betur borgið utan ESB. Restin af þessu bulli í þér er langt frá því að vera svaraverð.

Ingólfur H Þorleifsson, 26.7.2009 kl. 17:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband