13.6.2009 | 20:24
Við borgum ekki erlendar skuldir óráðsíumanna.
Var það ekki þetta sem Davíð Oddsson sagði í frægu Kastljósviðtali og allt varð vitlaust útaf. Mér hefur sýnst á viðbrögðum fólks á síðustu dögum að æ fleiri séu sammála Davíð um þetta. Það er augljóst mál að þetta Icesave mál er stórhættulegt fyrir ríkisstjórnina hvernig sem það fer í þinginu.
Ef ekki næst meirihluti um málið þá er stjórnin sprungin og vandséð að hún haldi áfram úr því. Ef hins vegar meirihluti Alþingis samþykkir þennan samning þá springur þjóðin. Það hefur sýnt sig að mikill meirihluti þjóðarinnar tekur ekki í mál að borga skuldir örfárra fjárglæframanna.
Hver verður niðurstaðan......
Icesave: Hægt að byggja allan Ísafjörð tíu sinnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Já, ætli við neyðumst til að kalla á Davíð kallinn aftur heim úr trjáræktinni:)
Ásgeir Rúnar Helgason, 13.6.2009 kl. 21:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.