31.5.2009 | 09:33
Heimasætan fermist í dag.
Það stendur mikið til á heimilinu í dag því klukkan 14.00 fermist hún Regína Huld í Suðureyrarkirkju ásamt fimm skólasystkinum sínum. Von er á 100 gestum í veislu í dag svo það verður mikið fjör. Það er því mikil breyting framundan hjá Regínu því í næstu viku byrjar hún svo að vinna hjá Íslandssögu. Það er alltaf mikill áfangi að komast í fullorðinna manna tölu. Regína er að sjálfsögðu mjög spennt fyrir þessu öllu saman og hlakkar mikið til.
En mikið er tíminn fljótur að líða. Það er eins og það hafi verið í gær sem hún kom inn í líf mitt fjögurra ára hnáta sem sem faldi sig bak við stofustól og þorði varla að kíkja framundan honum. Nú er hún orðin unglingur með öllu sem því fylgir. hún á án efa eftir að standa sig vel í lífinu, samviskusöm og harðdugleg.
Gleðilega hátíð....
Athugasemdir
Hamingjuóskir til ykkar allra með fermingarbarnið.
Bjarni Kjartansson, 31.5.2009 kl. 13:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.