20.5.2009 | 18:32
Lofar góðu.
Eða hitt þó heldur.
Það er óhætt að segja að fyrstu dagar þessa sumarþings og reyndar ríkisstjórnarinnar hafi verið allrar athygli verðir. Það er að fjölga málunum þar sem stjórnarflokkarnir eru á öndverðu meiði. ESB málið verður eins og bensín á eld þegar það kemur til umræðu í þinginu. Það varð lýðnum ljóst strax í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra að VG liðar eru ekki par hrifnir af áróðri og úrræðaleysi samfylkingarfólks.
Guðfríður Lilja formaður þingflokks VG bað Jóhönnu vinsamlegast að tala aðeins fyrir sinn flokk þegar hún þuldi upp dásemdir Evrópusambandsins. Ekki eru þær stöllur sammála þar þó þær eigi sitthvað sameiginlegt.
Flokkarnir eru líka ósammála um hvað á að gera í fiskveiðistjórnunarkerfinu, það kom skýrt fram í dag í þinginu. Þar kom líka fram að Samfylkingin er einangruð í afstöðu til fyrningaleiðarinnar, því kom Jón Bjarnason til skila þó ekki væri mikið vit í því sem hann las upp úr stjórnarsáttmálanum. Það að hann kalli fólk sem er ekki sammála sér veruleikafirrta segir meira um hann sjálfan en nokkuð annað.
Og nú eru flokksfélagarnir í Samfylkingunni ósammála um tónlistarhúsið og svona mætti lengi telja. Á meðan þessi mikilvægu mál taka allan tíma frá stjórnarliðunum þá brenna heimilin og fyrirtækin til grunna og forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar sjá ekki út úr augum fyrir reyk. Þrátt fyrir það er haldið á að bæta sprekum á bálið.
Það jákvæða er þó að þeirra helsta stefnumál frá minnihlutastjórninni er heldur betur að skila sér. Trúverðugleiki Seðlabankans er að aukast. Eftir að Davíð var rekinn hefur krónan veikst um 30%, og gengisvísitalan hefur aldrei verið hærri.
Komið ykkur að verki, ekki er vanþörf á.......
Veruleikafirrtur grátkór | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.