5.5.2009 | 19:32
Titlingaskítur.
Þessar aðgerðir sem ríkisstjórnin hefur kynnt til hjálpar þeim sem eru verst settir ná ekki nálægt því nógu langt. Það þarf t.d. að setja inn frystingu á lánum hjá þeim sem eru atvinnulausir. Þá er ég að tala um þannig frystingu að fólk stoppar að greiða á meðan það er atvinnulaust. Ef og þegar það fær síðan vinnu aftur þá heldur það áfram að greiða niður lánið. Vextir og höfuðstóll standa þá í stað á meðan frystingin er. Hvernig er hægt að ætlast til að fólk geti staðið í skilum þegar það hefur engar tekjur. Það er kominn tími til að þeir sem lána peningana taki smá skerf af kreppunni til sín.
Reyndar furða ég mig á því hvers vegna liðið sem fylkti sér á bak við Hörð Torfason í haust og lét öllum illum látum á Austurvelli er ekki byrjað að berja potta á nýjan leik. Frá því að þeim tókst ætlunarverk sitt að koma gömlu ríkisstjórninni frá þá hefur staðan versnað um allan helming. Var það annars ekki ástandið í þjóðfélaginu sem liðið var að mótmæla. Er allt í lagi að standa í rústunum vegna þess að vinstri stjórn er við völd.
Ekki taka mig þannig að ég sakni þess að sjá smettið á Hallgrími Helgasyni eða Herði Torfasyni. Mín vegna mættu þeir halda sig fjarri um alla framtíð. En ef þetta lið sem var að mótmæla í haust er eitthvað samkvæmt sjálfu sér þá ætti það að hunskast á Austurvöll strax á morgun og baula á ríkisstjórnina.
Ef að sú gamla var vanhæf þá er þessi óhæf.....
ASÍ vill bráðaaðgerðir á morgun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Gott kvöld: Við borgum ekki, borgum ekki, og heimtum aukavinnu.
Bjarni Kjartansson, 5.5.2009 kl. 22:07
Byltingin át börnin sín Ingólfur og því situr búáhaldadeildin hjá og þegir þunnu hljóði
Katrín, 6.5.2009 kl. 00:44
Bjarni.
Þú getur fengið aukavinnu við fyrsta tækifæri, ekki fyrr.
Ingólfur H Þorleifsson, 6.5.2009 kl. 12:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.