Vanhæf ríkisstjórn.

Það var áhugavert að hlusta á frænda minn Finnboga Sveinbjörnsson formann verkalýðsfélags Vestfjarða í útvarpinu í gær. Þar var hann að tala um atvinnuleysisbætur og lægstu laun. En það sem að ég hjó helst eftir hjá honum var þegar hann hvatti fólk til að mæta í kröfugöngur á 1. maí með skiltin frá því í haust. Þar var vinsælasta skiltið fyrir utan "helvítis fokking fokk"  skilti þar sem stóð "vanhæf ríkisstjórn". Einnig kyrjaði pottormasveitin þetta stanslaust í mótmælunum.

Ég er sammála Finnboga með það að þessi ríkisstjórn sem setið hefur undanfarið, og verið er að reyna að hnoða lífi í er vanhæf, eða átti hann við eitthvað annað  þegar hann hvatti fólk til að koma með gömlu skiltin. Það er ekkert að gerast sem kemur til góða fyrir heimilin og fyrirtækin í landinu. Það hjálpar engum að lengja í snörunni. Það skiptir ekki máli fyrir fólk hvort það fer á hausinn núna eða í haust. Á meðan ástandið versnar stöðugt þá eru ríkisstjórnarflokkarnir að karpa um ESB. Það gera þeir Þrátt fyrir að vita að meirihluti þjóðarinnar er á móti aðild.  Þangað til stjórnmálamenn sjá hvaða mál það eru sem þarf að fara í strax þá eru þeir allir vanhæfir.

Verðugur er verkamaðurinn launanna......


mbl.is Kröfuganga og útifundur 1. maí
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband