Að hugsa fyrst og fremst um sjálfan sig.

Það er nú hvorki vænlegt fyrir Guðlaug eða Sjálfstæðisflokkinn ef hann situr sem fastast þrátt fyrir þetta. Það er svona fólk í Sjálfstæðisflokknum sem er stærsta ástæðan fyrir því hve slæma útreið hann fékk í kosningunum. Þeir liðsmenn sem hugsa ekki um hag flokksins og fólksins sem þeir vinna fyrir, heldur bara um sjálfan sig eiga að vera í öðru liði. Flokkurinn losnaði sem betur fer við megnið af þeim fyrir kosningarnar en Guðlaugur er eftir og sýnir ekkert fararsnið á sér.

Ef að takast á að byggja upp flokkinn okkar aftur þá verður traust og trúnaður að ríkja milli kjósenda annarsvegar og kjörinna fulltrúa hinsvegar. Það á ekki við í þessu tilfelli. Guðlaugur er rúinn trausti og þessar útstrikannir sanna það. Hversu margir kusu svo aðra flokka vegna þess fáum við aldrei að vita. Þeir voru vafalaust fjölmargir. Með svona dragbíta verður Sjálfstæðisflokkurinn aðeins svipur hjá sjón .

Segðu af þér......

 


mbl.is Guðlaugur Þór niður um sæti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

þetta hef ég reint að segja lengi en við litlar undirtektir - skil ekki svona þverhausahátt - og eins og þú segir þar sem fyrst og fremst er hugsað um eiginn rass en ekki flokkinn í heild - ég vil sjá formanninn Bjarna taka á þessum málum og gera nauðsinlegar breitingar strax

Jón Snæbjörnsson, 29.4.2009 kl. 14:53

2 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Hvarflar það ekki að þér, Ingólfur, að GÞÞ hafi orðið fyrir skipulagðri ófrægingu og einelti? Það er varla nokkur stjórnmálamaður sem fékk aðra eins útreið og hann fyrir þessar kosningar og þó hefur hann fráleitt meira á samvizkunni en sumir aðrir og minna en margir.

Emil Örn Kristjánsson, 29.4.2009 kl. 21:28

3 Smámynd: Ingólfur H Þorleifsson

Það hefur ekki hvarflað að þeim sem strikuðu hann út á laugardaginn Emil.

Mín persónulega skoðun er hins vegar að Guðlaugur sé enginn þolandi í þessu. Hann hefur sjálfur komið sér í þessa stöðu. Það liggur fyrir að hann fékk mjög háa styrki til þess að fjármagna prófkjörsbaráttu sína. Einnig var hann tvísaga í fjölmiðlum um þessi mál, þess vegna er hann strikaður út.

Ingólfur H Þorleifsson, 30.4.2009 kl. 12:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband