16.4.2009 | 09:45
Sjávarútvegsstefna Samfylkingarinnar í hnotskurn.
Það er ansi hreint áhugavert að hlusta á Helga Hjörvar á landsfundi Samfylkingarinnar í lok mars. Þar upplýsir hann fólk um það að Samfylkingin hafi ekki hugsað sér að setja fram stefnu í sjávarútvegsmálum. Það var hins vegar sjálfskipaður hópur sem kastaði fram í fljótheitum stefnu flokksins sem rúmaðist á einu blaði. Er undirstöðu atvinnugrein þjóðarinnar ekki mikilvægari en það í augum Samfylkingarinnar að það sé í lagi að kasta til hendinni í þeim málum.
Þetta gerir manni auðveldara en áður að skilja hvers vegna þetta fólk er tilbúið að afhenda ráðherrunum í Brussel yfirráðin yfir fiskimiðunum við Ísland. Þeim er nákvæmlega sama. Þetta skírir enn fremur hvers vegna Samfylkingin ákveður að endurnýta hugmynd um fyrningaleið sem búið var að kasta eftir kosningarnar 2003. Eftir að ég hlustaði á þetta þá skil ég enn frekar hvers vegna Þórður Már Jónsson er talsmaður Samfylkingarinnar í málefnum sjávarútvegsins. Stefnan er engin og framtíðarsýnin engin.
Sjávarútvegsnefnd Sjálfstæðisflokksins starfaði aftur á móti í heilt ár. Hún fundaði átta sinnum og þar af voru tveir opnir fundir þar sem öllum gafst kostur á að koma sínum áherslum á framfæri.
Svona eru vinnubrögð Samfylkingarinnar......
Heildaraflinn eykst um 14,2% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
"Sjávarútvegsnefnd Sjálfstæðisflokksins starfaði aftur á móti í heilt ár".
"Hún fundaði átta sinnum og þar af voru tveir opnir fundir þar sem öllum gafst kostur á að koma sínum áherslum á framfæri".
Já Golli.
Þetta er hópur af rugludöllum frá LÍÚ sem skipar sjávarútvegsnefnd Sjálfstæðisflokksins og þú kallar það lýðræði þegar þessi fámenni hópur með ofbeldi tekur hvað eftir annað 2000 manna landsfund herskildi með handauppréttingu !
Heyr heyr.
Þvílíkt bull !
Þetta minnir á Nasistaflokkinn forðum daga !
Níels A. Ársælsson., 16.4.2009 kl. 11:34
Sæll Níels.
Ég varð ekki var við þig á þessum fundum, né á landsfundinum. Kannski hefði verið betra hjá þér að reyna að koma athugasemdum á framfæri inn í málefnavinnu einhvers stjórnmálaflokks, frekar en að liggja alltaf í skotgröfunum án vopna og skotfæra.
Það eru vafalaust ekki margir sem taka orðið mark á þínum skrifum um sjávarútvegsmál. En upp í hugann koma þó örfáir sem virðast vera í sömu sporum og þú. Kvóta og skipslausir, og allt saman öðrum að kenna en ykkur sjálfum.
Ingólfur H Þorleifsson, 16.4.2009 kl. 12:34
Sæll félagi Ingólfur. Ég hef ekki séð annað eins bull og þennan soðning Samfylkingar í sjávarútvegsmálum. Fyrningarleiðin er afleit þar sem hún kollvarpar þeirri hagræðingu sem orðið hefur í fiskveiðum Íslendinga undanfarna áratugi. Enn vitlausara er að skikka menn til að landa öllum fiski á markaði. Það á sem sagt að banna mönnum að tengja veiðar og vinnslu þar sem menn hafa náð frábærum árangri, eins og HG í Hnífsdal og Samherji á Dalvík.
Mér sýnist að þessir tveir menn, Þórður Már og Sigurður Péturs hafi óvænt sett þetta fram og fundurinn samþykkt í bríaríi. Málið er að hvorugur þeirra hefur lágmarks skilning á viðfangsefninu og nálgast það meira af rómantík en hagfræði.
Ég er hinsvegar mjög ósammála þér að blanda ESB með þessu hætti inn í umræðuna. Ekkert segir að við þyrftum að breyta kvótakerfinu þó gengið væri í ESB. Danir tóku upp framseljanlegt kvótakerfi 2007. Það borgar sig ekki að rugla þessum málum saman Ingólfur. Það er jafn nauðsynlegt að ræða ESB mál af skynsemi og með rökum og fiskveiðistjórnunarmál. Ekki falla í sama pyttinn og utangarðsmaðurinn hér að ofan, sem aldrei notar þekkingu og rök, heldur innantómar upphrópanir og dónaskap.
Gunnar Þórðarson, 16.4.2009 kl. 15:51
Golli !
Veistu hvað ?
Ég hef orðið mjög mikið var við það að fólk um allt land úr öllum stjórnmálaflokkum leitar til mín varðandi ráð í sjávarútvegsmálum.
Varðandi landsfund Sjálfstæðisflokksins þá var ég að sjálfsögðu ekki þar sem betur fer en ég átti þar samt sem áður fullt af vinum sem ég tala reglulega við.
Einn af mínum bestu kamerödum er guðfaðir Sjálfstæðisflokksins svo þú skallt fara varlega í að dæma mig fyrir skoðanir á stefnu fárra Sjálfstæðismanna sem kúga flokkinn í sjávarútvegsmálum.
Varðandi skítkast þitt hér að ofan að ég sé skiplaus og kvótalaus þá vill ég upplýsa þig um þetta.
Ég á þrjú fiskiskip og nægan kvóta sem er í sameign okkar allra íslendinga og einnig hef ég nægar fiskveiðiheimildir í Grænlenskr lögsögu.
Og að lokum þetta !
Í minni sveit eru illa þenkjandi náungar eins og þú og Gunnar Þórðarson oftast kallaðir "SKOFFÍN".
Og Gunnar Þórðarson !
Við þig vill ég segja þetta.
Farðu nú að skoða stöðu þína og fortíð í réttu ljósi svo ég neyðist ekki til að hjálpa þér við það.
Og farfðu nú endilega að átta þig á því að kvótakerfið íslenzka er hrunið líkt og Berlínarmúrinn forðum.
Við vinstri mennirnir erum alveg tilbúnir að fyrirgefa þér og taka í sátt þegar þú kemur heim aftur og ferð að nýta hæfileika þína upp á nýtt í sjávarútveginum hér fyrir vestan á heimaslóðum.
Níels A. Ársælsson., 16.4.2009 kl. 16:35
Sæll Golli.
Þú vildir kanski vera svo vænn að gefa mér upp framtíðarsýn Sjálfstæðisflokksins í sjávarútvegsmálum.
Ég er ekki sammála Samfylkingunni í þeirra stefnu en get ómögulega verið sammála ykkur Sjálfstæðismönnum neitt frekar.
Eina raunhæfa leiðin sem ég sé er sóknarmark. Og ólíkt ykkur þá treysti ég einmitt sjávarútvegsfyrirtækjunum vel til að nýta sér lögmál markaðarins með auknu frelsi í fiskveiðum.
Sigurður Jón Hreinsson, 17.4.2009 kl. 09:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.