Skýr viðbrögð Sjálfstæðisflokksins – hvað með Samfylkinguna?

Miklar umræður hafa farið fram undanfarna daga um tvo styrki sem Sjálfstæðisflokkurinn tók við frá Landsbankanum og FL Group í árslok 2006 og er nú markvisst reynt að láta kosningarnar 25. apríl snúast um þetta mál en ekki þau sem skipta máli fyrir fjölskyldurnar og heimilin í landinu. Til að mynda fær það afskaplega litla athygli að stjórnarflokkarnir tveir ætli sér að fyrna inn allar aflaheimildir í sjávarútvegi, sem myndi ekki einasta setja nánast allar útgerðir landsins á hliðina heldur þýða að bankarnir þyrftu að afskrifa tugi milljarða króna.

Varðandi styrkina tvo sem bárust í árslok 2006 þá liggur það fyrir að mistök voru gerð þegar fallist var á að taka við þessum styrkjum. Sjálfstæðisflokkurinn hefur brugðist við með skýrum hætti:

  • Upplýst hefur verið hverjir höfðu milligöngu um að óskað var eftir styrkjunum
  • Fyrrverandi formaður hefur lýst yfir því að hann hafi borið ábyrgð á því að við styrkjunum var tekið
  • Til að stuðla að því að traust og friður skapist um flokksstarfið hefur framkvæmdastjóri flokksins látið af störfum
  • Ný forysta flokksins hefur einnig ákveðið að endurgreiða styrkina
  • Upplýst hefur verið um öll framlög til flokksins frá fyrirtækjum yfir einni milljón króna árið 2006.

    Það er aftur á móti með öllu óskiljanlegt að umræðan hverfist eingöngu um Sjálfstæðisflokkinn og áhugi fjölmiðlamanna á að halda málefnum Sjálfstæðisflokksins í fréttum dag eftir dag er einkennilegur. Lítil athygli er sýnd ýmsum staðreyndum um aðra flokka, einkum Samfylkinguna, þótt ýmsar spurningar hafi vaknað t.d.:

  • Hverjum skuldar Samfylkingin 124 milljónir króna?
  • Hvers vegna er ekki gengið á Jón Ólafsson og orð hans um að hann hafi greitt upp skuldir R-listans á sínum tíma?
  • Hvað með ummæli Jón Ólafssonar í nóvember 2005 þegar hann var spurður um hvort hann myndi fá eitthvað í staðinn og svaraði því að hann hefði átt von á því, hélt að hann myndi fá það?

    Fjölmiðlar og aðrir í umræðunni hljóta að elta þessar vangaveltur uppi og krefja viðkomandi flokka um svör.
  • Svör óskast frá Samfylkingunni......


mbl.is Ingibjörg: Styrkir til flokksins óeðlilegir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórður Már Jónsson

Þú segir að allar útgerðir muni fara á hausinn við að innkalla aflaheimildirnar á 20 árum! Það er dapurlegt að þú skulir vera að verja þetta fársjúka kerfi sem brýtur í bága við mannréttindi. Það er hreinasta fásinna að þessi innköllun muni setja þessi fyrirtæki á hausinn. LÍÚ hafa skapað sér stöðu lénsherra í viðskiptum með aflaheimildir, leigja aflaheimildir á hátt í 90% af markaðsvirði fisksins og sjómannsgreyin eiga að geta greitt kostnað og framfleytt sér á þeim rúmu 10% sem eftir standa. Þetta telja lénsherrarnir (sem þú ert að verja) vera sanngjarnt verð. Engu að síður telja sömu menn það vera ósanngjarnt að teknar séu til baka 5% aflaheimilda til baka í vörslur þjóðarinnar. Þetta mun ekki setja rekstrarhæf fyrirtæki á hausinn, en væntanlega setja órekstarhæf fyrirtæki á hausinn. Þau hefðu farið þangað hvort eð er.

Ég skil þig vel ef þú ert sjálfur handhafi aflaheimilda og ert að verja rétt þinn til að geta veðsett sameign þjóðarinnar áfram. En ef þú ert það ekki, þá skil ég þig varla, vera verjandi mannréttindabrot íslenska ríkisins. Menn eins og þú átta sig ekki á því að hér er um risavaxið réttlætismál að ræða, en skýla sér á bak við gamaldags hræðsluáróður til að ná markmiðinu: Að vernda hagsmunaöflin.

Þórður Már Jónsson, 14.4.2009 kl. 22:56

2 Smámynd: Ingólfur H Þorleifsson

Við hér á Suðureyri leggjum 3 milljarða til þjóðarbúsins á ári í gjaldeyri. þá er ég bara að tala um Fiskvinnsluna Íslandssögu og hausaþurrkunina Klofning. Hér búa rúmlega 300 manns þannig að þetta eru 10 milljónir á mann.. Allur kvóti hér á staðnum hefur verið keyptur af núverandi eigendum. Ert þú að reyna að segja mér að þú og vinir þínir í Samfylkingunni séuð hæfari en þetta fólk til að gera út.

93% kvótans á landinu í dag hefur verið keyptur af þeim sem yfir honum ráða. Það að ætla að innkalla það nú er eignaupptaka og það verður ekki gert án bóta. Stærsti hluti skulda í sjávarútvegi hefur orðið til vegna kvótakaupa Þetta vitið þið, og því eigið þið ekki að kasta ryki í augun á fólki rétt fyrir kosningar.

Þetta lénsherrabull er svo þreytt að ég nenni ekki að ræða það. Hver er munurinn á að ég leigi af þér eða ríkinu ef ég á ekki kvóta. Þeir sem tala hæst um þetta er flestir búnir að selja frá sér aflaheimildir og vilja nú láta gefa upp á nýtt.

Ingólfur H Þorleifsson, 15.4.2009 kl. 06:30

3 Smámynd: Þórður Már Jónsson

Hver hefur sagt að Samfylkingin sé að fara að ráðast í útgerð??? Þetta er í besta falli hlægilegur útúrsnúningur og það ættirðu að vita best. Ekki svara vert.

Þú talar um að 93% kvótans hafi verið keyptur af núverandi handhöfum hans. Vissirðu af ákvæði 3. málsl. 1. gr. laga um stjórn fiskveiða? Þar stendur að úthlutun aflaheimilda myndi ekki eignarrétt eða óafturkallanleg yfirráð einstakra aðila yfir veiðiheimildum. Ef ég skil þig rétt þá ertu að halda því fram að með einkaréttarlegum gerningi þá sé hægt að skapa sér betri rétt en upphaflegir handhafar heimildanna höfðu gagnvart ríkisvaldinu? Það eru makalaus rök og bera vott um vankunnáttu þína á málefninu.

Já, þér finnst það sem sagt eðlilegt að LÍÚ séu með einokunarmarkað með sameign þjóðarinnar og taki fyrir það 90% gjald. Það þarf varla meiri útskýringar frá þér. Þú ert búinn að útskýra allt það sem venjulegt fólk hefur andúð á.

Þórður Már Jónsson, 15.4.2009 kl. 10:34

4 Smámynd: Ingólfur H Þorleifsson

Það er ekki vænlegt til árangurs ef þú ert talsmaður Samfylkingarinnar í sjávarútvegsmálum. Þú hefur greinilega ekki kynnt þér málin til hlítar og ættir því að blása minna.  Mér sýnist á öllu að þú sért í röngum flokki Þórður. Ertu búinn að gleyma að þessi söngur kostaði Kalla Matt sætið á listanum og hann endaði í Frjálslyndum.

Þið þurfið að átta ykkur á að það er fullt af fólki sem á kvóta sem er ekki í LÍÚ. Smábátarnir heyra ekki undir þau samtök. Þeir sem hafa keypt kvóta hafa í einu og öllu farið eftir lögum frá Alþingi. Þessi kvóti verður ekki tekin á bóta. Þetta veist þú mæta vel. Þetta brölt ykkar verður bara til að verðfella eignir okkar sem búum á landsbyggðinni. Það vill ekki nokkur maður fjárfesta í sjávarútvegi í framtíðinni. Þið verðið að finna eitthvað annað sem ekki setur fleiri þúsund manns á uppboð á fjögurra ára fresti.

Ingólfur H Þorleifsson, 15.4.2009 kl. 11:57

5 Smámynd: Þórður Már Jónsson

Ég veit ekki hverra talsmaður þú ert í sjávarútvegsmálum, en ég tel að þú ættir að kynna þér málin sjálfur til hlýtar. Það væri vænlegra til árangurs. Þú talar hátt um bætur, en hefur augljóslega ekki kynnt þér stefnu Samfylkingarinnar í sjávarútvegsmálum, né heldur hvaða lagagrundvöllur liggur þarna að baki. Ég er að vinna skýrslu um þetta mál og það er klárt hvernig þetta liggur lagalega. Ég sé að þú hlýtur að hafa gert það sama og þá stendur þú bara á bak við þína skýrslu. Ég stend á bak við mína.

Jafnframt þá ættirðu að kynna þér það betur hvað það raunverulega var sem varð Kalla Matt svo dýrkeypt. Kalli hlýtur sjálfur að sjá mest eftir því að hafa yfirgefið flokkinn núna, enda er augljóst að stefna Samfylkingarinnar sem samþykkt var á landsþinginu um daginn gengur miklu lengra en hans eigin tillögur kváðu á um. Tillögur sem hann þó náði ekki sátt um innan flokksins.

Þetta "brölt" okkar er þvert á móti ekki til þess að "verðfella" eignir fólks á landsbyggðinni. Það er kvótakerfið sem er búið að leggja landsbyggðina í rúst. Það ættirðu að vita sjálfur. Þetta ætlum við að lagfæra.

Þórður Már Jónsson, 15.4.2009 kl. 12:49

6 Smámynd: Ingólfur H Þorleifsson

Lagfæra hvað. Heldur þú að nokkrir karlar með tvær rúllur reddi öllu. Þú getur skrifað eins margar skýrslur og þú villt, en það lagar ekki ástandið. En þið getið barið hausnum í stein eins og þið viljið. Þetta kerfi verður ekki tekið af svo glatt. Gæti best trúað að eftir kosningar verðið þið búin að setja þetta undir teppi og gleyma þessu, hugsanlega vegna þess að ekki næst sátt um þetta við aðra flokka eins og í Hvalfjarðargangamálinu hans Gutta.

Reyndu svo að nota daginn í að plata einhvern til að kjósa þig, en vertu ekki að eyða tíma í mig. Ég mun alveg örugglega ekki gera það.

Ingólfur H Þorleifsson, 15.4.2009 kl. 13:43

7 Smámynd: Þórður Már Jónsson

Ég sækist ekki eftir atkvæði þínu Ingólfur, það hlýtur að vera augljóst. En við spyrjum að leikslokum kæri vin. Kosningarnar nálgast og tími eiginhagsmunapotsins nálgast sinn enda. Hrokinn í ykkur sem hafið einkaheimild til nýtingar á sameign þjóðarinnar er hins vegar samur við sig. Það eru einmitt menn eins og þú sem hvetja okkur sem berjumst fyrir þessu réttlætismáli enn frekar til dáða. Íslenska þjóðin á eftir að þakka fyrir það!

Lifðu heill

Þórður Már Jónsson, 15.4.2009 kl. 19:52

8 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Hver andskotin, og eg sem ætlaði að fara á skak með 2 rúllur, hvað á eg nú að gera? Koma í Bragakaffi við firsta tækifæri og ræða málin?

Bjarni Kjartansson, 15.4.2009 kl. 20:37

9 Smámynd: Ingólfur H Þorleifsson

Sæll Bjarni.

Eru þeir að fá hann í Arnarfirðinum núna ? Hver er þessi afleysingaskipstjóri á Þorláki sem er orðinn frægur í flotanum. Þeir segja að hann syngji í stöðina "nú vagga sér 28764 bárur"

Það duga sko ekkert einhverjar tvær rúllur þegar Dagrún ÍS 9 fer að róa við fyrsta tækifæri.

En það er samt á hreinu að það þýðir ekki að kjósa Samfylkinguna. Þeir kasta þessu máli við fyrsta tækifæri.

Ingólfur H Þorleifsson, 16.4.2009 kl. 08:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband