Pólitískt kjarkleysi Ólínu.

Ég setti fram spurningu til Dr. Ólínu Þorvarðardóttur sem er 2 maður á lista Samfylkingar í NV-kjördæmi á bloggsíðu hennar. Þar spurði ég hana hvernig Samfylkingin ætlaði að mæta þeim vanda sem við blasir í ríkisfjármálunum. Ég spurði hana hvernig það væri mögulegt án þess að skera verulega niður í menntamálum, heilbrigðismálum og samgöngumálum. Þessir þrír málaflokkar eru fjárfrekustu málaflokkarnir ásamt velferðarmálum.

Eins og við var að búast var frekar fátt um svör. Að vísu á að hlífa velferðarkerfinu, halda sjó í menntamálum. Að öðru leyti hafði frambjóðandinn ekki svör. Ég gerði þá aðra athugasemd þar sem ég sagði að svo væri sem mig hefði grunað að pólitískt kjarkleysi Ólínu væri það sama og hennar meðreiðarsveina. Þá var ekki að sökum að spyrja. Athugasemdinni var eytt út hið snarasta eins og  þeim athugasemdum sem frú Ólína hefur ekki svör við, eða passa ekki við glansmynd Samfylkingarinnar. 

Þá vita kjósendur það......


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Ég er þér ofarlega í huga þessa dagana Ingólfur - og mikið langar þig að vekja athygli annarra á mér.

Ef þú hefur búist við því að ég í stuttri athugasemd á bloggsíðu minni rekti fyrir þér ítarlega stefnuskrá Samylkingarinnar í velferðar- og efnahagsmálum, þá misskilur þú tilgang athugasemdadálksins. Hér hefur þú hinsvegar útfærðar tillögur Samfylkingarinnar í þeim málum sem þú spyrð um. Gjörðu svo vel, og njóttu lestursins - það gerir þér vonandi gott að lesa þetta:

http://www.samfylkingin.is/Fréttirnar/articleType/ArticleView/articleId/279/Efnahagsstefna-Samfylkingarinnar-Vinna-og-velfer-Langtimastougleiki-me-upptoku-evru/

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 13.4.2009 kl. 23:44

2 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Og hér er meira - verði þér að g´ðoðu.

http://www.samfylkingin.is/Framtíðin/Samþykktir_landsfundar/

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 13.4.2009 kl. 23:55

3 Smámynd: Ingólfur H Þorleifsson

Það er ekki það sama að setja fram eitthvað á blaði annarsvegar, eða framkvæma eftir kosningar. Það getur vel verið að þú teljir frasapólitík árangusríka. Ég er þér ekki sammála.

Ég er viss um að oddvitinn þinn fékk einhvern til að kjósa sig fyrir síðustu kosningar út á loforð um gjaldfrjáls Hvalfjarðargöng. Þú veist væntanlega að hann hefur ekki staðið við það enn, þó hefur hann átt aðild að tveimur ríkisstjórnum.

Ingólfur H Þorleifsson, 14.4.2009 kl. 06:42

4 Smámynd: Eggert Hjelm Herbertsson

Mér finnst einkennilegt að þú gerir eingöngu þessa kröfu á einn frambjóðanda. Hvar ætlar Ásbjörn Óttarsson, flokksbróðir þinn, að skera niður - hvaða hugmyndir hefur hann um málið?

Varðandi Hvalfjarðargöng þá er þessi umræða makalaus. Í fyrri ríkisstjórninni náðist ekki sátt um þetta mál við Sjálfsstæðisflokkinn, aðeins VG og Frjálslyndir voru með á þessu máli. Oddvitinn, á tölvupóst frá 2 af 3 þingmönnum Sjálfsstæðisflokksins þar sem þeir vilja ekki vera með á þessu máli.

Þau mál sem þú setur á stefnuskrá fyrir fjögura ára kjörtímabil nærð þú ekki öllum gegn á fyrsta árinu. Seinni ríkisstjórin er starfsstjórn til skamms tíma og er að vinna í erfiðum aðstæðum eftir hrun. Svona mál þurfa því miður að bíða í þeim aðstæðum sem við glímum við í dag.

Eftir hrun banka

Eggert Hjelm Herbertsson, 14.4.2009 kl. 10:56

5 Smámynd: Ingólfur H Þorleifsson

Ég þarf ekkert að spyrja Ásbjörn um það sem ég veit sjálfur. Við vorum nú byrjuð að skera niður t.d. í heilbrigðiskerfinu. Þessi starfsstjórn ykkar dró það allt til baka og hefur ekkert lagt til í staðin til að mæta vandanum. Enda er hún bæði dug og ráðalaus.

Ingólfur H Þorleifsson, 14.4.2009 kl. 11:34

6 Smámynd: Smári Jökull Jónsson

Já heldur betur voruð þið byrjaðir að skera niður í heilbrigðismálunum. Enda var það gert af svo miklu virðingarleysi við þá sem málið snerti, og af svo miklum vanvitaskap að annað eins hafði ekki sést lengi. Svona atriði þarf að gera í samvinnu við alla aðila.

Þú segist ekki þurfa að spyrja Ásbjörn um það sem þú veist sjálfur. Þú hlýtur þá að vera með einhverja sérstaka línu til hans því ekki vitum við hin hvað þeir ætla að gera og hvar þeir ætla að skera niður. Jú reyndar, þá hafa einhverjir sjálfstæðismenn talað um niðurskurð í velferðarkerfinu. Það kemur reyndar ekki mikið á óvart að þeir ætli að byrja þar.

Svo kemur það úr hörðustu átt að saka fólk um að svara ekki fullyrðingum og spurningum, þegar þú svarar ekki sjálfur hvað varðar Hvalfjarðargangnamálið. Það er allavega alveg ljóst hvers vegna það mál strandaði og ekki var það vegna Guðbjarts Hannessonar.

Smári Jökull Jónsson, 14.4.2009 kl. 22:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband