7.4.2009 | 19:10
Hvað lagði Baugur mikið í Samfylkinguna ?
Eða S hópurinn í Framsókn. Við skulum fara varlega í að kasta steinum. Þegar talað var um Goldfinger um daginn þá kom í ljós að allir flokkar höfðu fengið styrk frá Geira. Lög voru samþykkt af öllum flokkum til að koma í veg fyrir svona styrki, það er það sem skiptir máli.
Styrkjum góð málefni.....
30 milljóna styrkur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Nýjustu færslur
- Nú þurfa allir að koma að málum
- Þráhyggja Jóhönnu
- Sannleikanum verður hver sárreiðastur
- Nú segir af boltasparki
- Komdu alltaf saddur í Búðardal (uppfært)
- Að sjálfsögðu á að fella þetta niður
- Atvinnubótaþegar !
- Bara plat eða hvað ?
- Hvar eru upphrópanirnar núna ?
- Send á Litla-Hraun
- Kjarkleysi sjávarútvegsráðherra !
Bloggvinir
- Anna Kristinsdóttir
- Ágúst Ásgeirsson
- Ármann Kr. Ólafsson
- Ársæll Níelsson
- Ásta Möller
- Baldur Smári Einarsson
- Birgir Ármannsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kjartansson
- Borgar Þór Einarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Brynja skordal
- Bwahahaha...
- Carl Jóhann Granz
- Dóra litla
- Dögg Pálsdóttir
- Einar Kristinn Guðfinnsson
- Elfar Logi Hannesson
- Elliði Vignisson
- Erla Ósk Ásgeirsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Fannar frá Rifi
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Gísli Blöndal
- Gló Magnaða
- Grazyna María Okuniewska
- gudni.is
- Guðfinna S. Bjarnadóttir
- Gunnar Þórðarson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Helga Margrét Marzellíusardóttir
- Helgi Jónsson
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hlynur Kristjánsson
- Ingi Þór Ágústsson
- Ingvi Hrafn Jónsson
- Jóhann Waage
- Jónína Benediktsdóttir
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Svavarsson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Katrín Dröfn Markúsdóttir
- Lilja Einarsdóttir
- Marta
- Morgunblaðið
- Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
- Ragnheiður Ríkharðsdóttir
- Rannveig Þorvaldsdóttir
- Reynir Jóhannesson
- Róbert Guðmundur Schmidt
- Rúnar Birgir Gíslason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Snorri Örn Arnaldsson
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- Sólveig Birgisdóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Unnur Brá Konráðsdóttir
- Vefritid
- Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir
- Þorleifur Ágústsson
- Örvar Már Marteinsson
- Örvar Þór Kristjánsson
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
336 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 254709
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Bíddu við kallinn. Hvatti Jóhannes í Bónus ekki fólk til að kjósa íhaldið???? Ertu ekkert að fylgjast með, svona fyrir utan hrunið á flokki þínum.
Davíð Löve., 7.4.2009 kl. 19:32
Eins og svo oft hefur þú nákvæmlega ekkert fyrir þér í þessu Björn. Þangað til þú getur rökstutt þessar alvarlegu ásakanir þínar er best hjá þér að segja sem minnst.
Ingólfur H Þorleifsson, 7.4.2009 kl. 19:32
Ég sé ekki Davíð hvað það kemur málinu við. Jón Ásgeir og Jóhannes eru alls ekki sami maðurinn.
Ingólfur H Þorleifsson, 7.4.2009 kl. 19:34
Ég veit ekki hvað Baugur styrkti einn né neinn. Vek athygli þína að þetta er"baugs-fyrirtæki" sem hér um ræðir. Þessu meintu tengsl Samfylkingarinnar og Baugs hafa aldrei verið rökstudd og springa hér í andlitið á sumum.
Eggert Hjelm Herbertsson, 7.4.2009 kl. 19:47
Ingólfur hefur þú einkarétt á dylgjum og rógburði. Þú talar um Baug og S-hópinn í þinni bloggfærslu. Hvað hefur ÞÚ fyrir þér í því? Er það eitt af því sem fylgir flokksskírteininu frá Valhöll að hafa einkaleyfi til að kasta skít og rengja aðra ?
G. Valdimar Valdemarsson, 7.4.2009 kl. 20:07
Ég er ekki að saka neinn um neitt. Ég spyr bara hvað þessir aðilar lögðu í þessa flokka. Það kallast ekki fullyrðing að spyrja. Þetta snýst ekki um neitt einkaleyfi og varla skíkast.
Ingólfur H Þorleifsson, 7.4.2009 kl. 20:34
Ingólfur, hvaða skoðun hefur þú á FL Group? Finnst þér 30 milljóna króna styrkur frá einu fyrirtæki ekki vera "mútur"? Og sérstaklega frá jafnt vafasömu félagi og FL Group var.
P.S
Enron gaf Republicunum 30 milljónir íslenskra króna styrk á þriggja ára timabíli og U.S.A er 1000 sinnum stærra en ísland.
Hermann, 7.4.2009 kl. 20:34
Ég hef þá skoðun á FL group að þar voru við völd menn sem sæta nú rannsókn hjá hinu opinbera. Þangað til að niðurstaða kemur þaðan ætla ég ekki að dæma þá. En vissulega virðist ansi margt þar orka mjög tvímælis.
Hvað varðar þennan styrk þá er hann ef rétt reynist fullkomlega óeðlilegur. Einmitt þess vegna voru samþykkt lög sem allir flokkar stóðu að til að komast hjá svona löguðu.
Ingólfur H Þorleifsson, 7.4.2009 kl. 20:41
Ingólfur,
það er ósköp auðvelt að átta sig á því að félög geta ekki hafa greitt neinar slíkar fjárhæðir í sjóði Samfylkingarinnar á árinu 2006 eða árin þar á undan. Á vef Samfylkingarinnar (gamla vefnum) má finna rekstrarreikninga aðalskrifstofunnar aftur til ársins 2001 og sú lína sem þar skiptir öllu máli er eftirfarandi (tekin saman lóðrétt hér til að auka lestrarhæfni):
Frjáls framlög og styrkir
2001: 6.009.592
2002: 2.368.392
2003: 1.672.386
2004: 3.327.140
2005: 9.144.641
2006: 44.998.898
Heildarniðurstaða ársins 2006 er réttum 14 milljónum hærri en framlag FL Group til Sjálfstæðisflokksins á sama ári. Það þarf meira en samsæriskenningar til þess að kasta svona smjörklípu.
Elfur Logadóttir, 7.4.2009 kl. 21:01
Athyglisverð hækkun á miilli 2005 og 2006. Þið hafið greinilega skipt um formann fjáröflunarnefndar, eða hvað ?
Ingólfur H Þorleifsson, 7.4.2009 kl. 21:05
Ingólfur, það er engin skoðun að þeir sæta rannsóknar hjá hinu opinbera.
En ég bjóst við svona svari samt, ekki eru þeir sekir uns sekt er sönnuð.
Takk fyrir mig
Hermann, 7.4.2009 kl. 21:06
Það er rétt Ingólfur, snúum umræðunni yfir í muninn á milli áranna 2005 og 2006, fremur en að ræða að allt árið 2006 frá öllum sem greiddu til Hallveigarstígs var fjárhæðin rétt 14 milljónum hærri en framlag EINS AÐILA til Valhallar á sama tíma.
Vil einnig benda þér á að eigið fé Sjálfstæðisflokksins í upphafi árs 2007 var tæpar 424 milljónir á sama tíma og aðrir flokkar náðu best 100 milljónum króna í eigið fé við upphaf kosningaársins 2007.
Elfur Logadóttir, 7.4.2009 kl. 21:22
Vel rekinn flokkur Sjálfstæðisflokkurinn, það er rétt athugað hjá þér. En hvað varðar styrki til Sjálfstæðisflokksins þá get ég ekki tjáð mig um þá vegna þess að ég veit jafn mikið og þú um þá.
Ingólfur H Þorleifsson, 7.4.2009 kl. 21:30
Elfur hvað er verið að fela? Hvers vegna hækkuðu framlög til Samfylkingarinnar svona mikið á milli ára ?
G. Valdimar Valdemarsson, 7.4.2009 kl. 22:03
Áhugavert að það séu til menn sem reyna að verja þetta.... að vísu með því að reyna að kasta rýrð á aðra.... Ingólfur... nú eruð þið búnir að gera upp á bak...eða jafnvel axlir.
Jón Ingi Cæsarsson, 7.4.2009 kl. 22:41
Valdimar, ég geri ekki ráð fyrir að það sé verið að fela nokkurn skapaðan hlut, menn byrja bara að safna fyrir kosningum tímanlega. Þvert á móti, ef Samfylkingin hefði haft eitthvað að fela hefðu reikningarnir ekki verið lagðir fram með þeim hætti sem gert var - sbr. skort á slíkri framlagningu hjá Sjálfstæðismönnum.
Ég geri líka fastlega ráð fyrir því að Sjálfstæðisflokkurinn hafi byrjað að safna fyrir kosningabaráttunni strax á árinu 2006. Munurinn á Samfylkingu og Sjálfstæðisflokki er hins vegar augljóslega stærð fjárframlaga einstakra fyrirtækja, eins og þessi frétt ber með sér.
Ingólfur, það sem þú kallar vel rekið kalla ég óeðlileg tengsl. Ég get ekki séð að fjárframlög frá einum aðila á einu ári uppá sem nemur 8% af eiginfjárstöðu flokksins á þeim tíma, geti leitt til hlutlausrar afstöðu flokksins gagnvart málefnum þess aðila sem framlagið veitir, í þessu tilviki FL Group. Auk þess sem eiginfjárstaða af þessu tagi sýnir skýrt fram á aðstöðumun stjórnmálaflokkanna gagnvart fjármagni í landinu. Víkingar hjá Samfylkingu hvað.
Elfur Logadóttir, 7.4.2009 kl. 22:48
Skrítin rök þetta hjá þér Ingólfur. Benda "hugsanlega" eða "kannski" á að aðrir hafi fengið eitthvað líka.
Málið snýst um fréttina sjálfa; Flokkurinn fékk 30 milljónir, en ennþá enginn frétt um að aðrir flokkar hafi fengið neitt. Bíðum bara, það á eftir að koma í ljós. Þú ert bara að reyna að draga athyglina frá þessum sóðaskap sem þið eruð á bólakafi í.
Dexter Morgan, 8.4.2009 kl. 00:46
Sæla er að GEFA en þiggja.... Eruð þið búinn að gleyma að við lifum í "Svinabæ" þar sem ÖLL dýrin eru jafn há, nema hvað viss SVÍN eru öðrum svínum hærri & betri. Meiriháttar fyndið hvernig RÁNFUGLINN hefur dregið fólk á asnaeyrunum síðustu 20 árin eða svo. Reyndar eru flest allir íslensku stjórnmála flokkarnir "gjör spiltir" - enda ekki við öðru að búast þegar þjóðin velur sér Óla grís til að fylgjast með hjörðinni og stýra Svínabæ. Kannski er ímynd erlendra aðila á íslendingum rétt, þeir líta á okkur sem "heimsmeistara í lygum, svikum & blekkingu þegar kemur að því að svíkja út pening". Við erum kannski bara Nígería Norðursins..., eða hvað spyr Heilbrigð skynsemi....?
Jakob Þór Haraldsson, 8.4.2009 kl. 00:52
Sjálfgræðgisflokkurinn, eða Sjálfspillingarflokkurinn, eða heitir þetta Sjálfstæðisflokkurinn? Þessi flokkur sem ekki treystir þjóð sinni tók við 30,000,000 já 30 miljónum í styrk frá FL grubb daginn áður en reglum um framlög til flokkanna var breytt og það var meira að segja búið að samþykkja lögin á Alþingi, talandi um virðingu fyrir þeirri stofnun það sem mig langar að vita er hvað var Sjálfgræðgisflokkurinn áskrifandi af fjárframlögum á borð við þetta frá mörgum fyrirtækjum. Það þarf kannski engan að undra þó Sjálfspillingarflokkurinn hafi liðkað til fyrir útrásarvíkingana fyrst þeir síðar nefndu gerðu ekkert annað en að hrúga í þá peningum? Já græða á daginn og grilla á kvöldin, koma svo Sjálfspillingarmenn, koma svo eins og varaformaðurinn sagði á landsfundinum.
Ætlar þú að kjósa Sjálfspillingarflokkinn?
Valsól (IP-tala skráð) 8.4.2009 kl. 08:24
Svo segir maðurinn, ,,vel rekin flokkur" með fjórum sinnum meira eigið fé en allir aðrir flokar. Hvenær ætlar fólk að vakna og átta sig á fyrir hvað þessi flokur stendur og Ingólfur hvernig getur heiðarlegt fólk lagt lag sitt við flokk sem þennan? Flokk sem ekki einu sinni treystir sinni eigin þjóð?
Valsól (IP-tala skráð) 8.4.2009 kl. 08:28
Elfur.... ég gleymdi því að þarna voru sveitarstjórnarkosningar og því eðlilegt að það væri stökk í framlögum.
G. Valdimar Valdemarsson, 8.4.2009 kl. 10:06
Þetta setti ég á bloggið mitt núna rétt áðan. Við sem erum í Samfylkingunni getum ekki ráðist á aðra ef við sjálf ætlum að fara haga okkur ein og hinn ribbaldinn: Hvers vegna getur Samfylkingin ekki opnað bókhald sitt eins og VG? Framlög til Samfylkingar hækkuðu á milli áranna 2006 og 2007 um tæpa 40 miljónir sem urðu samtals 49 miljónir. Þetta er kosningaárið og má gera ráð fyrir að fyrirtækin hafi tekið kipp og farið að gefa Samfylkingunni peninga vegna þess að fyrirtækin gerðu ráð fyrir að Samfylkingin færi í ríkisstjórn. Það er skítalykt af þessu og ef Samfylkingin gefur ekki upp hverjir gáfu og hvað mikið þá ætla ég að segja mig úr þessum flokki. Ég sætti mig aldrei við það að flokkurinn geri ekki hreint fyrir sínum dyrum. Komið hefur í ljós að Sjálfstæðisflokkurinn er landráðaflokkur. Sá sem kýs þann flokk er að leggja lag sit við óheiðarleika. Það sama má segja um Samfylkinguna ef flokkurinn ætlar ekki að opna bókhald sitt. Hvrt sem gömul lög segi til um það þá skiptir það ekki máli. Mér er misboðið og kýs ekki flokk sem kemur svona fram.
Valsól (IP-tala skráð) 8.4.2009 kl. 12:32
Það gleður mig mjög Valsól að heyra að þessi færsla mín verður til þess að fólk segir sig úr Samfylkingunni. Eitthvað hef ég strokið sumum öfugt miðað við athugasemdirnar hér. Það er gott mál því Samfylkingin er ekki minna spillt en þið segið Sjálfstæðisflokkinn vera.
Ingólfur H Þorleifsson, 8.4.2009 kl. 12:47
Frjáls framlög og styrkir til Samfylkingarinnar:
2001: 6.009.592
2002: 2.368.392
2003: 1.672.386
2004: 3.327.140
2005: 9.144.641
2006: 44.998.898
2007: 10.756.715
Munur milli áranna 2005 og 2006 er tæpar 36 milljónir króna. Er vitað hvaðan þetta fé kom? Hvers vegna er árið 2006 svona frábrugðið öðrum árum?
Sjá ársreikninga Samfylkingarinnar hér.
Ágúst H Bjarnason, 9.4.2009 kl. 06:05
Magnad hvad hægt er ad eyda mikilli orku ì ad gera athugasemdir vid svona òmerkilega bloggfærslu...!?
Snæbjörn Björnsson Birnir, 9.4.2009 kl. 08:59
framkvæmdarstjóri samfylkingarinnar neitar að opna bókhaldið og formaðurinn segir að það verði valdir nokkrir úr bókhaldinu og birt um þá hvaða styrki þeir gáfu.
á meðan samfylkingin opnar ekki bókhald sitt með sama hætti og Sjálfstæðisflokkurinn. þá má gera ráð fyrir að þeir hafi eitthvað að fela.
í tengslum við þetta. Bankamálaráðherra samfylkingarinnar var kallaður um miðja nótt inn á teppið hjá eiganda Baugs, FL og Glitnis. hvað gaf honum rétt að skipa ráðherra að koma til sín um miðja nótt?
Fannar frá Rifi, 9.4.2009 kl. 11:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.