Steingrímur Joð viðurkennir að kreppan sé ekki Sjálfstæðisflokknum að kenna.

Miðað við þetta þá er málflutningur VG um að Sjálfstæðisflokkurinn og stefna hans beri ábyrgð á hruni bankanna og íslensk efnahagslífs þvættingur. Þetta er nákvæmlega það sem sagt hefur verið frá því í haust. Það eru utanaðkomandi aðstæður á lánamörkuðum og fall Lehman brothers sem ráða mestu þar um. VG verða því að finna nýja frasa í hvelli.

Gott hjá Steingrími að viðurkenna þetta fyrir kjósendum......


mbl.is Varpar ljósi á ábyrgð annarra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eirikur

This is pityfull......Blame everbody else......

 Gripping at straws ???

Eirikur , 7.4.2009 kl. 16:36

2 Smámynd: Gunnlaugur I.

Sæll Ingólfur.

Þetta er nú full langt seilst til að koma Sjálfstæðisflokknum undan ábyrgð á banka- og efnahagshruninu með þvíí að leggja Steingrími J. þessi orð í munn og gera honum upp þessar skoðanir, sem er svo langt frá sannleikanum sem frekast er unnt.

Líttu þér nær maður.

Ykkur Sjálfstæðismönnum væri það miklu mun hollara heldur en benda endalaust á aðra og andskotast svo endalaust útí Steingrím J..

Gunnlaugur I., 7.4.2009 kl. 17:03

3 Smámynd: Ingólfur H Þorleifsson

Ég hef aldrei dregið í efa að Sjálfstæðisflokkurinn beri einhverja ábyrgð eftir 18 ára valdatíð. Málið er bara að hann var öll þessi 18 ár með aðra flokka með sér í ríkisstjórn, og þeir skauta nú ansi létt frá þessu öllu. Sjálfstæðisflokkurinn er líka eini flokkurinn sem gert hefur upp þessi mál.

Það þíðir ekkert að koma með þá klisju að Davíð hafi sagt að sú skýrsla væri ónýt. Ástæðan fyrir gagnrýni hans er sú að hann fær mestu gagnrýnina. Þetta gerðist allt ÞRÁTT fyrir stefnu Sjálfstæðisflokksins, ekki vegna hennar.

Ingólfur H Þorleifsson, 7.4.2009 kl. 17:22

4 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Já og enn gleypir Steingrímur - og skammast sín ekki.

Ólafur I Hrólfsson

Ólafur Ingi Hrólfsson, 8.4.2009 kl. 03:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband