7.4.2009 | 06:44
Af meintu málþófi sjálfstæðismanna.
Það hefur verið ansi hreint magnað að fylgjast með tilraun minnihluta ríkisstjórnarinnar til að níðast á stjórnarskránni í þessi stjórnlagaþingsmáli. Misvel upplýstir vinstri bloggarar hafa keppst við að ráðast á sjálfstæðismenn og saka þá um málþóf, og að halda þinginu í gíslingu.
Stjórnarskráin er ekki bara eitthvað plagg sem sýsla má með í pólitískum hrossakaupum til að þóknast Framsóknarflokknum. Henni er ekki breytt nema á margra ára eða áratuga fresti. Einnig hefur það aldrei gerst án samþykkis allra flokka og í góðri sátt. Í þetta skiptið ætlar minnihluta stjórnin að þvinga þetta í gegn um þingið í andstöðu við stærsta flokkinn.
Það er áhugavert í ljósi aðstæðna að rifja upp hér hver skoðun forvígismanna stjórnarflokkanna var fyrir tveimur árum þegar stjórnarskrárbreytingar voru ræddar í þinginu.
- Ögmundur Jónasson: Stjórnarskránni á ekki að breyta í þeim tilgangi að afla kjörfylgis í aðdraganda kosninga. [...] Það er grundvallaratriði að um stjórnskipan þjóðarinnar ríki stöðugleiki, sátt og festa.
- Össur Skarphéðinsson: Stjórnarskráin er grunnlög lýðveldisins og það er mikilvægt að um þau sé fjallað af mikilli ábyrgð og það sé reynt að ná sem breiðastri og víðtækastri samstöðu um þau mál.
- Kolbrún Halldórsdóttir: Eins og ég sagði finnst mér þetta vera óðagot og mér þykir það mjög miður því að hér er verið að fjalla um afar víðtækt og mikilvægt mál sem ég held að þjóðin verðskuldi að fái betri umfjöllun um en hér virðist eiga að fást.
- Steingrímur J. Sigfússon: En ég bara trúi því ekki að menn ætli að bera það á borð að örvæntingin í stjórnarherbúðunum, sem myndaðist á fáeinum sólarhringum fyrir og um flokksþing Framsóknarflokksins, sé gjaldgeng ástæða til þess að standa svona að málum, að umgangast stjórnarskrá og vandasöm viðfangsefni þar með léttúð af þessu tagi. Ég læt segja mér það þrisvar að menn ætli í raun og veru að gangast við því að slíkt sé verjanlegt og réttlætanlegt og fara þá leið allar götur til enda.
Hvað það er sem hefur fengið þetta ágæta fólk til að skipta um skoðun á svo stuttum tíma er vandsvarað. En miðað við þetta þá á ríkisstjórnin að sýna sóma sinn í að draga þetta mál til baka og fara að ræða mál sem skipta fólkið í landinu máli. Það breytir nákvæmlega engu hvort þetta mál er geymt fram yfir kosningar.
Stjórnarskráin eru grunnlög lýðveldisins......
Þingfundur hafinn á ný | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hárrétt hjá þér. Það ætti að nota tímann til að fjalla um vanda heimilanna en ekki að eyða honum í þras um stjórnarskrá.
Það er nú svo að þegar menn komast í ráðherrastólana, sama hver í hlut á, þá er eins og allt sem viðkomandi er búinn að segja áður um ákveðin málefni, hrökkvi öfugt ofan í þá og valdi þeim hiksta.
Þannig eru hlutirnir bara og ekkert hægt að gera við því, sama hver á í hlut. Um leið og menn gerast ráðherrar, þá slökknar á vilja þeirra til að tala við kjósendur, sjáðu bara síðustu ríkisstjórn, alveg nákvæmilega sama gerðist, ráðherrar Sjálfstæðismanna urðu allt í einu of fínir til að tala við menn, en núna eru þeir allt í einu farnir að tala aftur við kjósendur. Furðulegt, skyldi vera að koma kosningar.
Helgi Jónsson, 7.4.2009 kl. 07:49
Mikið rétt hjá þér Ingólfur og stjórnarskrárbreytingin er fari að jaðra við þráhyggju og það í andstöðu við 40% þingmanna þessarar þjóðar og a.m.k. 50.000 manns í landinu.
Atvinnulífið í landinu er lamað, heimilin "brenna" ... í mínum huga er forgangsröðun stjórnarflokkanna verulega brengluð, svo ekki sé meira sagt. Það er ekki eins og stjórnarskrárbreyting og ákvörðun um Stjórnlagaþing sé eitthvað BARA, enda kemur það áægtlega fram í máli ráðherranna.
Herdís Sigurjónsdóttir, 7.4.2009 kl. 08:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.