Stoltur af mínum mönnum.

IMG_0144_editedKFÍ burstaði í kvöld Hött með 42 stiga mun og tryggði sér sæti í úrslitakeppni 1. deildar. Þetta er besti árangur hjá KFÍ í 6 ár. Liðinu var nú spáð falli fyrir tímabilið svo að þetta er enn sætara. Nú tekur við einvígi við Val sem endaði í 2 sæti. Við erum búnir að vinna annan leikinn á móti þeim en tapa hinum svo þetta verður áhugavert. Óska Hamri til hamingju með sætið í IE deildinni. KFÍ hefur aðeins 2 sinnum komist í úrslitakeppni 1. deildar áður og farið upp í bæði skiptin. Vonandi verður svo í þetta skiptið líka.

ÁFRAM KFÍ......


mbl.is Hamar endurheimtir sæti í úrvalsdeild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Kr. Sigmundsson

Sæll Ingó og til hamingju allir!

Auðvitað eru þetta okkur gleðifréttir en þó viss kvíði í bland.  Nú þurfum við nefnilega að safna fyrir a.m.k. einni ferð til viðbótar suður fyrir liðið!  Hvet alla velunnara KFÍ og íþrótta að leggjast á árarnar með okkur!

 Áfram KFÍ - Berjast!

Helgi Kr. Sigmundsson, 13.3.2009 kl. 23:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband