Viðskiptaráðherra hrósar sjálfstæðismönnum.

Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra missti það út úr sér í kastljósi í kvöld að staða ríkissjóðs hefði verið mjög góð og hann því vel í stakk búinn til að taka við svo miklum skuldum. Hann sagði jafnframt að þegar eignir bankanna hefðu verið seldar þá væri staða Íslands bara nokkuð góð miðað við mörg lönd í vestur Evrópu. Hvað skildi nú Steingrímur Joð segja við þessu hrósi til Sjálfstæðismanna, sem höfðu jú náð að greiða niður skuldir fyrri ríkisstjórna vinstri manna frá árum áður þar sem verðbólgan var að meðaltali 50%. Þar var m.a Steingrímur nokkur Joð ráðherra í sínu sáluga Alþýðubandalagi.

Held að fólk ætti nú að spara aðeins ruglið um að Sjálfstæðisflokkurinn og stefna hans séu búin að setja landið á hausinn. Þó að flokkurinn beri vissulega sína ábyrgð, þá er langt frá því að hann eigi sök á vandanum. Það er ljóst mál að það sem verður okkur til bjargar nú í þessari alþjóðlegu kreppu, er það að vinstri menn höfðu til allrar guðs blessunar ekki komist með puttana í ríkiskassann í 18 ár.

Hrós til Sjálfstæðisflokksins.....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband