27.2.2009 | 08:03
Að axla ábyrgð er það sem þarf að gera.
Ég hef velt því svolítið fyrir mér hvers vegna formaður Sjálfstæðisflokksins hefur ekki viljað biðja þjóðina afsökunar á þeirri ábyrgð sem Sjálfstæðisflokkurinn ber á efnahagshruninu. Hann talar alltaf um að bíða eftir skýrslu nefndar sem rannsakar bankahrunið. Geir er greindur og grandvar maður og hann veit fullvel um ábyrgð flokksins í efnahagshruninu. Bjarni Benediktsson og Guðlaugur Þór Þórðarson hafa báðir sagt að flokkurinn verði að axla þá ábyrgð sem honum ber, og ég er þeim sammála.
Því fyrr sem forysta flokksins sér þetta og hugsar um hag flokksins fram yfir eigin hag því betra fyrir flokkinn. Það verður að segjast að miðað við að ekkert hefur gerst í þeim málum þá er 26,2% og 17 þingmenn stórsigur fyrir okkur. En þessar tölur sýna mér jafnframt að ef forystan axlar ábyrgð og biðst afsökunar og fer í kosningabaráttu full af auðmýkt, þá mun flokkurinn örugglega verða stærsti flokkur landsins um ókomin ár.
Ég trúi ekki að Geir vilji yfirgefa flokkinn sem hann hefur starfað svo vel og lengi fyrir í stöðu sem þessari. Hann veit að það er enginn stærri en liðið og hann á að starfa eftir þeirri forskrift.
Við verðum að axla ábyrgð......
Ríkisstjórnin fengi meirihluta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er ágætt að þér skuli takast að líta á hörmulegt gengi flokksins sem sigur. Glasið þitt er hálffullt.
Það þarf vonandi meira en að einhver skrúfi niður bílrúðuna og öskri "sorrý" eftir að hafa keyrt manneskju niður, til að níðingurinn hljóti uppreisn æru.
Ársæll Níelsson, 27.2.2009 kl. 09:50
Hver á að biðjast afsökunar og á hverju? Hvað olli efnahagshruninu? Ég er langt frá því sannfærður að Sjálfstæðisflokkurinn beri ábyrgð á heimskreppunni. Menn verða að fara átta sig á því að lágvaxtastefna í langstærsta hagkerfi heims USA og næst stærsta hagkerfinu Evrusvæðisins var haldið við á meðan enginn sparnaður var fyrir hendi í þessum hagkerfum. Enginn sparnaður = háir vextir, það segir sig nokkuð sjálft. Ódýru lánsfé var mokað inn á fjármálamarkið heimsins og það í krafti ríkisstjórna. Á sama tíma voru í gildi lög í USA kölluð CRA sem neyddu bankastofnanir til að lána fólks sem hafði ekkert lánstraust, milljarðar á milljarða ofan fóru í lán til fólks sem ekki var borgunarhæft. Þetta kerfi gengur upp á meðan verð hækkar og bólunni er haldið við en á endanum springur hún vegna þess að einstaklingar á markaðnum (markaðurinn) hættir að treysta á endalausa hækkun. Bólan springur og allt fer til fjandans.
Vandamál okkar Íslendinga var það að hér fengu bankar AA+ lánshæfismat eða það sama og ríkið vegna þess að þeir sem mátu lánshæfi bankanna héldu að íslenska ríkið (skattgreiðendur) myndu styðja við bankana þ.e. ríkisábyrgð væri á þeim m.ö.o. það sem tíðkast í blönduðu hagkerfi. Auðvitað áttu stjórnvöld að sverja af sér allar tryggingar á bankakerfinu en hvaða flokkur eða stjórnmálastefna vildi það? Ekki vinstrimennirnir.
Þannig ef einhver á a biðja þjóðina afsökunar eru það bölvaðir kratarnir,talsmenn blandað hagkerfis, hvort sem þeir eru í Sjálfstæðisflokknum eða Samfylkingunni.
Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 27.2.2009 kl. 13:50
Ég sé hvergi Vilhjálmur að ég sé að tala um að Sjálfstæðisflokkurinn beri ábyrgð á heimskreppunni. Ég er að tala um þær eftirlitsstofnannir sem ríkisstjórnin réði yfir. Það er ljóst og ekki margir sem horfa fram hjá því að Sjálfstæðisflokkurinn ber vissa ábyrgð á stöðunni, en það er á hreinu að það gera margir fleiri. Það hjálpar okkur bara ekki neitt í framtíðinni að benda á einhverja aðra. Þá ábyrgð eigum við að axla. Þetta gerðist á okkar vakt.
Ingólfur H Þorleifsson, 27.2.2009 kl. 14:13
Ég er ekki að segja að þú haldir því fram og er meira að skjót á Ársæl en þig. Vissulega hefði mátt vera öflugra eftirlitkerfi hér á Íslandi og það er engin afsökun að kreppan eigi upptök sín erlendis frá. Hins vegar er mjög mikilvægt fyrir Sjálfstæðisflokkinn og Sjálfstæðisstefnuna að við viðurkennum ekki hvaða rugl sem er til að friða Steingrím Joð eða skrílinn sem barði og bumbur við Austurvöll. Voru mistök að opna landið? voru mistök að auka persónufrelsi? voru mistök að leyfa frjálsa fjölmiðla? voru mistök að einkavæða? voru mistök að leyfa fleirri en einn ríkisháskóla?
Mitt svar við öllum spurningunum er NEI. Sjálfstæðisflokkurinn gat ekki ráðið erlendum stýrivöxtum og þar með komið í veg fyrir ódýrt lánsféi. Eina sem flokkurinn hefði geta gert var að loka landinum (Ísland/N-Kórea) og hvar værum við stödd þá?
Ef flokkurinn á að biðjast afsökunnar á einhverju þá er það að hann stækkað báknið meira en nokkurn tíman fyrr. Hann tók ekki af allan vafa um að bankar hefðu ekki ríkisábyrgðir. Hann einfladaði ekki relguverkið o.s.frv.
Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 27.2.2009 kl. 18:21
Vertu nú alveg rólegur Vilhjálmur. Ég geri mér fullkomlega grein fyrir því að heimskreppan er ekki Sjálfstæðisflokknum að kenna. Kreppan skellur hinsvegar harðar á okkur en flestum öðrum þjóðum. Eða ætlarðu kannski að mótmæla því?
Þú spyrð mig í fyrri athugasemd þinni; "Hver á að biðjast afsökunar og á hverju?"
Þessu svararðu svo í seinni athugasemd þinni;"Ef flokkurinn á að biðjast afsökunnar á einhverju þá er það að hann stækkað báknið meira en nokkurn tíman fyrr. Hann tók ekki af allan vafa um að bankar hefðu ekki ríkisábyrgðir. Hann einfladaði ekki relguverkið o.s.frv."
Flott hjá þér.
Ársæll Níelsson, 27.2.2009 kl. 19:56
Spurningin hver á að biðjast afsökunar og á hverju er ætluð fleirum en Sjálfstæðismönnum t.d. krötum þeir meiga biðja fólk afsökunar á hugmyndum sínum um blandað hagkerfi hugmyndir um ríkisábyrgðir eru að nauðga þjóðinni í dag og heiminum svo takk æðislega, endalausum árásum á krónuna alltaf traustvekjandi að hafa lánin sín í ÍSL krónum og vita af stjórnmálaflokki sem gerir fátt annað en að skíta út gjaldmiðilinn, skuldasöfnun s.s. í Reykjavík og ég tala nú ekki um í Hafnarfirði o.fl.
Ég veit ekki hvar ég á að byrja með framsóknarflokkinn eða enda svo ég læt það vera að opna þá ormagrifju. VG ætti að átta sig á því að múrinn er fallinn þetta er flokkur sem hefur ekkert upp á að bjóða og ættu eiginlega að biðja fólk afsökunar fyrir að vera enn til.
Listinn er langur og augljóst að sumar stefnur og sumir flokkar bera meiri ábyrgð en þeir vilja viðurkenna.
Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 27.2.2009 kl. 22:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.