Að setja upp pókerfés.

Ef að Birkir Jón heldur að sá kattarþvottur sem framsókn hefur farið í gegnum setji þau á sviðið sem upprisin flokk þá er það misskilningur. Það var að vísu eina von þeirra til að þurrkast hreinlega ekki út í næstu kosningum. Ef að Sjálfstæðisflokkurinn er ekki stjórntækur vegna starfa sinna í stjórnarandstöðu þá veit ég ekki hvaða flokkur er stjórntækur. Alla vega ekki Framsókn hvar allt hefur logað í illdeilum manna á milli og það einnig þegar þeir voru í ríkistjórn. Þetta veit Birkir Jón, og það þíðir ekkert að setja upp pókerfés rétt fyrir kosningar og kalla úlfur úlfur.

Framsóknarskjálfti.......


mbl.is Sjálfstæðisflokkurinn óstjórntækur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Sveinsson

Þó framsóknarflokkurinn sé á grafarbakkanum þá er þetta laukrétt hjá pókermeistaranum. Flokkurinn þinn á afhroð skilið í næstu kosningum eftir þrásetu undanfarandi ára. Ástandið í þjóðfélaginu nú er fyrst og síðast sök sjálfstæðisflokksins. Ekkert er mikilvægara en að gera hann sem áhrifaminnstan.

Sigurður Sveinsson, 26.2.2009 kl. 07:10

2 Smámynd: Sigurður Jón Hreinsson

ÆÆÆ allir vondir við alla góðu aumingja sjálfstæðismennina.  Það er von að þið séuð sárir greyin að ráða ekki neinu lengur....

Hvað sagði Birkir svona voðalegt? 

 "Í fyrsta skipti í 18 ár er Sjálfstæðisflokkurinn ekki í meirihluta. Og þeir taka því ekki vel. Það hefur oft verið beinlínis undarlegt að fylgjast með upphlaupum þeirra í þinginu. Í síðustu viku fór Geir H. Haarde þar upp í ræðustól og sagði forsætisráðherra ekki hafa farið með rétt mál varðandi samskipti við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Ummæli hans voru fullkomlega afsönnuð skömmu síðar en ég hef ekki orðið var við afsökunarbeiðni frá fyrrverandi forsætisráðherra."

"Staðreyndin er sú að Sjálfstæðisflokkurinn kann ekki að vera í stjórnarandstöðu og þarf því lengri tíma til að aðlagast nýjum vinnubrögðum. Ég held þeir hafi virkilega gott af því. En það kemur meira til. Sjálfstæðisflokkurinn virðist enga tilfinningu hafa fyrir því að þeir bera verulega ábyrgð á stöðu mála í efnahagslífinu. Það hefur ekki orðið vart við neina stefnubreytingu hjá Sjálfstæðisflokknum, enga viðurkenningu á ábyrgð, enga endurskoðun eða endurnýjun í raun."

"Einu sinni var það vinsælt að segja að Vinstrihreyfingin grænt framboð væri óstjórntækur flokkur, Síðan þá hafa þeir myndað ríkisstjórn og hafa staðið sig betur í mörgu en fyrri ríkisstjórn, þótt raunar hafi ekki þurft mikið til. Eftir að hafa horft upp á Sjálfstæðisflokkinn í þinginu að undanförnu er ljóst að þar fer óstjórntækur flokkur. Ef Sjálfstæðisflokkurinn gerir sér enga grein fyrir þörfinni á nýrri sýn, nýjum úrræðum og nýrri stefnu fyrir Ísland, þá eiga þeir ekkert erindi í ríkisstjórn."

Það sem Birkir er að lýsa þarna er allt satt og rétt.  Á meðan að sjálfstæðismenn telja sig yfir aðra hafna og að þeir beri enga ábyrgð á að halda þeim frá stjórnartaumunum.  Svo einfallt er það, stuttbuxnastrákur....

Sigurður Jón Hreinsson, 26.2.2009 kl. 09:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband