Gegn vilja þjóðarinnar.

Ef að ríkisstjórnin afturkallar hvalveiðileyfið þá er það klárlega gegn vilja bæði Alþingis og einnig þjóðarinnar. Það fólk sem nú stýrir landinu hefur nú ekki svo lítið hamrað á því undanfarnar vikur að það þurfi að fara að vilja þjóðarinnar. Það liggur því ljóst fyrir að Steingrímur J er ekki að fara aftur kalla þetta leyfi.

Það væri þá gert í fullkominni mótsögn við hvernig hann hefur talað síðustu mánuði. Við höfum ekki efni á að hafna 2-300 störfum nú um stundir. Held að ríkisstjórnin ætti að einbeita sér að þeim hlutum sem aðkallandi eru, en ekki verja tíma í að breyta ákvörðunum fyrri stjórnar.

Veiðum hval strax......


mbl.is Meirihluti fylgjandi hvalveiðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Þetta er vanhugsuð þjóðremba sem þessar niðurstöður sýna fyrst og fremst. Hugsanlegt er að skoða hvalveiðar ef; a) Staðfest er að hægt sé að selja afurðirnar. Það er ekki nóg að Kristján Loftsson segi að hægt sé að selja b) Að eingöngu séu veiddar tegundir sem að alþjóðasamfélagið er sannfært um að séu ekki í útrýmingarhættu c) Veiðiheimildirnar verði settar á uppboð sem tryggi mannréttindi, það er jafnan rétt til veiða úr sameiginlegri auðlynd og opnar á möguleika verndunarsinna að kaupa veiðiheimildir.

Þetta er ekki einkamál eins hvalfangara, ráðherra eða flokks.

http://www.gbo.blog.is/blog/gbo/entry/792498/

Gunnlaugur B Ólafsson, 3.2.2009 kl. 15:54

2 Smámynd: Haukur Viðar

Þeir hyggjast leggja fram frumvarp um rýmri heimildir til þjóðaratvkvæðagreiðslu.

Þá ætti að vera lítið mál að fá það staðfest hvort þessar tölur eru réttar.

Haukur Viðar, 3.2.2009 kl. 17:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband