Jarðfræðingur í fjármálaráðuneytið ?

Efast ekki um að Gylfi er hæfur sem viðskiptaráðherra. En nú vill ég fá að heyra hjá þeim VG liðum sem hafa farið mikinn vegna þess að dýralæknir væri fjármálaráðherra Sjálfstæðisflokksins.

Hver er munurinn á að hafa dýralæknir annarsvegar og jarðfræðing hinsvegar í fjármálaráðuneytinu ?

Fljótir að gleyma.......


mbl.is Gylfi tók ráðherraboði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ari Guðmar Hallgrímsson

Ætli hann eigi ekki að grafa eitthvað upp sem dýralæknirinn hefur urðað. Eru þeir ekki þekktir fyrir að grafa mistökin sín?

Kveðja

Ari Guðmar Hallgrímsson, 30.1.2009 kl. 10:42

2 identicon

Hafa vinstri grænir haldið því meira á lofti en aðrir að kannski ættu ráðherrar að hafa vit á því sem þeir ráða? Ég vil helst að fagfólk stjórni en er einhver þingmanna VG og Samfylkingar með menntun sem myndi gagnast í Fjármálaráðuneytinu? Vonandi verður stjórnkerfinu breytt fljótlega, þetta flokkakerfi er gengið sér til húðar.

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 30.1.2009 kl. 13:48

3 Smámynd: Zaraþústra

Önnur greinin byggir meira á stærðfræði, sérstaklega tölfræði og þú þarft að geta lesið úr mun flóknari tölulegum gögnum.  Já, það er spurning hvort gagnast meira í fjármálaráðuneytinu.

Zaraþústra, 30.1.2009 kl. 14:04

4 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Skiptir mestu að hann sé eins lítið spilltur og hægt er. Annars gæti hvaða gjaldkeri sem er verið fjármálaráðherra. Eða hagsýn húsmóðir ef því er að skipta.

Páll Geir Bjarnason, 30.1.2009 kl. 16:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband