Samfylking í tætlum.

Þetta hefur nú blasað við öllum sem sjá hafa viljað  undanfarna daga og vikur. Ingibjörg Sólrún hefur haldið þessu liði saman og gert það vel. Í fjarveru hennar hefur hins vegar hið sanna eðli þessa pólitíska uppsóps komið í ljós. Fundurinn í síðustu viku er besta dæmið um það. Þar sýndi varaformaðurinn Ingibjörgu mikla vanvirðingu með yfirlýsingum sínum. Í Kastljósi í gær sýndi hann svo endanlega að hann er utanveltu í Samfylkingunni, og verður örugglega ekki varaformaður eftir næsta landsþing.

Þetta er allt rétt hjá Geir Haarde. En eftir á að hyggja hefði málið aldrei þurft að fara svona langt ef að Geir og Ingibjörg hefðu verið búin að koma ákveðnum breytingum í framkvæmd. Strax í kjölfar hrunsins í október átti að láta stjórnir seðlabanka og fjármálaeftirlits fara. Það átti að skipta út Árna Matthíesen og Björgvin G Sigurðssyni. Það átti að frysta eignir glæpamannanna í bönkunum og svo átti að hefja rannsókn. Þá litu málin öðruvísi út í dag, og landsmenn ættu ekki á hættu að fá yfir sig gagnslausa vinstri minnihlutastjórn sem mun nákvæmlega engu breyta til betri vegar.

Á þessu bera Geir og Ingibjörg sameiginlega ábyrgð, og hún er ansi mikil sú ábyrgð.

Slæmt mál....

 


mbl.is „Samfylkingin bugaðist"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Örn Arnarson

Mér hefur virst það hér í bloggheimum að Sjálfstæðismenn virðast ekki skilja lýðræðið til fulls.  Mér hefur fundist Samfylkingin undanfarið bera öll réttu einkennin af lýðræðislegri hreyfingu, þ.e. skoðanir eru skiptar og mikil dýnamík.  Það er ekki og hefur ekki verið hægt að segja um Sjálfstæðisflokkinn, þar sem höfuðið talar og restin kinkar kolli.  Geir Haarde lýsir m.a. furðu sinni á því að Samfylkingin hlýði ekki formanni sínum, eins og hans flokkur gerir.

Ég tek það fram að ég er flokksbundinn öðrum flokki en Samfylkingu, en mér finnst hún til fyrirmyndar að því leyti að skoðanaskipti og ágreiningur er ekki álitinn vandamál.

Örn Arnarson, 27.1.2009 kl. 08:35

2 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Hvernig hefði það nú litið út að hafa Þorgerði Katrínu-KB drottningu í stóli forsætisráðherra ?

Almenningi hefði liðið eins og Hreiðar Már, og Sigurður Einarsson eða Finnur Ingólfsson og Ólafur Ólafsson væru komnir í stól forsætisráðherra og Seðlabankastjóra.

Varðandi kt, 660208-0700 sem er eign, 7 hægri ehf, Mávahrauni 7, 220 Hafnarfirði, þá er augljóst að þann 06. febrúar næstkomandi er eitt ár liðið frá stofnun félagsins.

Samkvæmt heimildum á gamla Kaupþing hf, að fara í gjaldþrot þann 14.02 nk, og því augljóst að sú dagsetning á að harmonera við fyrningarfrest sem væntanlega er eitt ár á gerningi Kristjáns Arasonar stjórnarmanns í 7 hægri ehf, til að komast undan persónulegum ábyrgðum.

Ef einhver hefur ekki vitað það þá er varamaður í stjórn 7 hægri ehf, Þorgils Óttar Matthíssen.

Hver ákvað dagsetninguna á þroti gamla Kaupþings hf ?

Níels A. Ársælsson., 27.1.2009 kl. 09:27

3 Smámynd: Þorleifur Ágústsson

Mikið hlýtur sambandið að vera lélegt yfir á Suðureyri..heheh.. .þú er langflottastur!

Áfram Davíð...alla leið til heljar....heheh

Þorleifur Ágústsson, 27.1.2009 kl. 10:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband