Forseti í ruglinu.

Enn sýnir forsetinn pólitíska tilburði í störfum sínum. Sú della hjá honum að hann geti sett næstu ríkisstjórn 4 skilyrði til að vinna að er bókstaflega hlægileg. Samkvæmt stjórnarskránni hefur hann ekkert vald til slíkra hluta. Og að halda því fram að hann hafi þingrofsréttinn er líka er hártogun því samkvæmt stjórnarskránni ber ráðherrum að framfylgja ákvörðunum forseta.

Þessi hrokagikkur ætti að sjá sóma sinn í að segja af sér. Hann er helsti sendiherra útrásarvíkinganna sem settu landið á hausinn, og ferðaðist í þeirra boði til fjarlægra landa. Forseti Íslands á hverjum tíma á að vera sameiningartákn þjóðarinnar og það hefur Ólafur aldrei verið. Hann er fyrst og fremst ómerkilegur pólitíkus og það mun hann alltaf vera.

Ruglukollur......


mbl.is Skapa þarf samfélagslegan frið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Sammála algjör tækifæris sinni.

Ragnar Gunnlaugsson, 26.1.2009 kl. 17:56

2 Smámynd: Einnar línu speki

Aðeins forseti getur rofið þing.

Einnar línu speki, 26.1.2009 kl. 18:04

3 Smámynd: Ingólfur H Þorleifsson

Já en ráðherra verður að framfylgja áhvörðunum forseta. Og þá yfirleitt eftir tillögu forsætisráðherra.

Ingólfur H Þorleifsson, 26.1.2009 kl. 18:17

4 Smámynd: Villi Asgeirsson

"Já en ráðherra verður að framfylgja áhvörðunum forseta." Amen.

Hvað um það, er eitthvað athugavert við þessi fjögur skilyrði sem hann setur?

Villi Asgeirsson, 26.1.2009 kl. 18:34

5 Smámynd: Ingólfur H Þorleifsson

Lestu þetta Villi.

Ingólfur H Þorleifsson, 26.1.2009 kl. 18:44

6 Smámynd: Jonni

Forseti Íslands getur ekki sinnt hlutverki sínu sem málamiðlari/leiðtogi/umboðsmaður þjóðarinnar í þessu upplausnarástandi ef margir hafa jafn illan bifur á honum og þú Ingólfur. Sem þjóð þurfum við nú að fylkja liði bak við eitthvað, og í þessu tilfelli er það forsetinn og sú vinna sem hann þarf að vinna núna.

Þú ert hér að slá þá gömlu þreyttu flokkatrommuna sem hefur að sönnu sett Ísland á vonarvöl. Settu hana aðeins til hliðar, vertu íslendingur og sýndu smá samstöðu með þessari þjóð áður en þú heldur áfram þessari sveitapólitík. Oft er þörf en nú er nauðsyn.

Jonni, 26.1.2009 kl. 18:46

7 Smámynd: Ingólfur H Þorleifsson

Þessi forseti verður aldrei sameiningartákn þjóðarinnar. Hann er siðspilltur tækifærissinni og ekkert annað.

Ingólfur H Þorleifsson, 26.1.2009 kl. 19:05

8 Smámynd: Jonni

Sem fulltrúi þess flokks sem af öllum flokkum á Íslandi ber hvað mesta ábyrgð á þeirri auðmýkingu sem íslenska þjóðin er að upplifa núna legg ég til þess að þú, Ingólfur, sýnir þessari þjóð þína hollustu. Síðar getur þú makað krók þinn og flokksfélaga þinna, ef einhverjir verða. Núna erum við fyrst og fremst íslendingar og nú ríður á að standa saman og leysa okkar mál.

Hættu svo þessu nöldri. Það gefst nægur tími til þess síðar.

Jonni, 26.1.2009 kl. 19:17

9 Smámynd: Ingólfur H Þorleifsson

Það er enginn að biðja þig að lesa það sem ég skrifa. Ef þér finnst það röfl þá þú um það. Get ekki séð hvað álit mitt á forsetanum hefur að gera með hollustu við þjóðina. Og hvað varðar að maka krókinn þá hef ég ekki fengið neitt á krókinn eftir að ég hóf störf fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Það er aðeins áhugamál.

Ingólfur H Þorleifsson, 26.1.2009 kl. 19:23

10 Smámynd: Ingólfur H Þorleifsson

Set hér inn frétt sem staðfestir bullið í forsetanum.

„Hafi forseti virkilega átt við að það sé enginn starfandi forsætisráðherra í landinu þá er það stórkostlegur og ótrúlegur misskilningur. Hann hlýtur að hafa átt við að starfandi forsætisráðherra hafi í raun og veru ekki eins ótvíræðan rétt til þess að rjúfa þing og forsætisráðherra að öllu jöfnu,“ segir Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur.

Ólafur Ragnar Grímsson sagði á Bessastöðum í dag, að þar sem forsætisráðherra hefði beðist lausnar væri enginn starfandi forsætisráðherra, sem gæti gert tillögu um þingrof, og því væri þingrofsvald hjá forseta Íslands.

„Það hefur verið starfandi forsætisráðherra á Íslandi frá 1917 og það breyttist ekkert í dag,“ segir Guðni. Forsetinn hafi beðið ráðherrana að sitja áfram og því séu ráðherrarnir áfram starfandi þótt ríkisstjórnin sé svokölluð starfsstjórn.

„Þetta hlýtur að vera einhver misskilningur. Starfsstjórn er stjórn sem er við völd eftir að hafa beðist lausnar,“ segir Guðni og ekki sé ætlast til þess að hún taki stefnumótandi ákvarðanir. „Ég myndi halda að ef Geir H. Haarde vildi rjúfa þing þá mætti hann gera það.“

Ingólfur H Þorleifsson, 26.1.2009 kl. 19:26

11 Smámynd: Jonni

Það er kannski þess vegna sem þú ert að maka krókinn.

Skilurðu ekki það sem ég er að segja við þig Ingólfur? Þú ert að skrifa pistil í stærsta fjölmiðil landsins og það væri skrýtið ef þú vildir ekki að fólk læsi það sem þú skrifar og vildir þaðan af síður heyra skoðun annarra á því sem þú skrifar.

Það má líkja hlutverki forsetans núna við dómara í knattspyrnuleik. Ef leikmenn fara að rífast um ágæti dómarans er leikurinn búinn. Ef þér er annt um þessa þjóð læturðu það eiga sig núna um stundarsakir að þræta við dómarann.

Jonni, 26.1.2009 kl. 19:32

12 Smámynd: Katrín

Hér er undarlegur sendiboði þöggunar á ferð. 

 Hver er þú Jonni, að halda því fram, að einungis þeir, sem þegi um útspil forsetans geti þeir ekki hælt því, þyki vænt um sína þjóð?

Katrín, 26.1.2009 kl. 20:54

13 Smámynd: Villi Asgeirsson

Var búinn að lesa þessa frétt. Hvað sem segja má um Óla og hans fortíð, verð ég að taka undir með Jonna. Þetta eru óvenjulegir tímar og óþarfi að missa sig út í gamalt flokkaþras og festa sig í formsatriðum. Það þarf að vinna viss verk og forsetinn virðist skilja það. Það má vel vera að hann sé að gera það sjálfs síns vegna, en það skiptir ekki máli, á meðan það hjálpar þjóðinni að komast upp út skítnum.

Villi Asgeirsson, 26.1.2009 kl. 21:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband