20.1.2009 | 12:55
Athyglissýki á hæsta stigi.
Ólafur Helgi virðist vera haldin athyglissýki á hæsta stigi. Það má ekki hundur míga í umdæmi hans þá er hann kominn í fjölmiðla. En hvað varðar þessa yfirlýsingu frá honum í gær, þá segir hún meira um hann sem embættismann en nokkuð annað. Það að ætla að handtaka tæplega 400 manns sem ekki hefur getað staðið í skilum einhverra hluta vegna er fáránlegt. það er nógu slæmt að geta ekki staðið við skuldbindingar sínar, en að vera handtekinn á heimili sínu eða vinnustað er niðurlægjandi fyrir fólk.
Eflaust eru þó einhverjir sem alltaf verða vanskilamenn, og hafa fengið fullt af viðvörunum. En ég dreg í efa að það eigi við um alla þessa 370 aðila. En það ástand sem uppi er í þjóðfélaginu lagast ekki við það að svona valdníðslu embættismenn fái að beita sínum aðferðum. Það verður að segjast eins og er að dómsmálaráðherra gerði það eina rétta í stöðunni að setja ofan í við embættið. Sýslumaðurinn hefði örugglega ekki bakkað ótilneyddur.
Plús fyrir dómsmálaráðherra....
![]() |
Endurskoðar fjárnámsaðgerðir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.