Hver stýrir manninum með hattinn.

Reynir-Trausta2Það er óhætt að segja að Reynir Traustason hafi fengið á kjaftinn í Kastljósinu í kvöld. Guttinn tók með sér upptökutæki á fundinn því að hann treysti ekki ritstjóranum. Þetta segir allt sem segja þarf um DV. Best af öllu er að þetta virðist verða til þess að þagga niður í Reyni, og þarf þó mikið til. Hann þorði ekki að koma í Kastljósið og standa fyrir máli sínu.

Þetta sannar það sem margir hafa haldið fram um ítök eiganda fjölmiðlanna. Það liggur ljóst fyrir að fréttir sem passa ekki við ímynd eigendanna eru ekki birtar. Held að sumir sem neituðu að samþykkja lög um eignarhald á fjölmiðlum þurfi að skoða hug sinn vel. Þau afglöp hans verða það eina sem hans verður minnst fyrir eftir að forsetatíð hans líkur.

Fjarstýrður ritstjóri......


mbl.is Upptaka af útskýringum ritstjóra DV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Davíð sá hvert stefndi, en þá trillist múgurinn þegar átti að setja takmarkandi lög á eignarhald fjölmiðla. Forsetinn vildi hafa lýðhilli en vopnin snúast stundum í höndum þeirra sem hugsa bara um vinsældir,það augnablikið.

Ragnar Gunnlaugsson, 15.12.2008 kl. 20:23

2 Smámynd: corvus corax

Kaupum aldrei aftur DV og setjum það þannig á hausinn. Þá hefur Reynisfíflinu orðið að ósk sinni um að risaskúbb drepi blaðið. KAUPUM ALDREI AFTUR DV!

corvus corax, 15.12.2008 kl. 22:00

3 Smámynd: Róbert Guðmundur Schmidt

Get ekki verið meira sammála þér Golli. Ég sem var að skrifa á bloggið mitt um sama efni. Hann hlýtur að víkja úr stólnum áður en vikan er öll.

Róbert Guðmundur Schmidt, 16.12.2008 kl. 16:40

4 Smámynd: Guðmundur Jóhannsson

DV hefur aldrei borið sig, það þýðir ekkert að hætta að kaupa það.  Eigendurnir bæta bara við nokkrum milljónum sem þeir stálu frá okkur.  Það hefur ekki verið buisness í fjölmiðlum Baugs frá upphafi, þarna brenna menn peningum aðeins til að geta stjórnað umræðunni.  Allt í boði Ólafs Ragnars og Ingibjargar Sólrúnar.  Talandi um forsetann, er hann kannski líka enn í pólitík líkt og Davíð er sagður vera.

Guðmundur Jóhannsson, 16.12.2008 kl. 16:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband